Minnkaði át á piparhúðuðu Nóa kroppi

Jóhanna.
Jóhanna.

Jóhanna Sigurrós Pétursdóttir er 20 ára og starfar hjá Blue Car Rental í Keflavík. Hún er á lausu og elskar að ferðast, stunda útivist, dansa, föndra og teikna. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Íslandi 2016 en keppnin fer fram í Hörpu á laugardaginn. 

Hvað er búið að vera áhuga­verðast í und­ir­bún­ingi keppn­inn­ar?

Það sem er búið að vera áhugaverðast er hvað það kom mér á óvart hvað þetta væri allt öðruvísi en ég hélt að þetta myndi verða. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og að fá að kynnast stelpunum í þessu. Allar ólíkar en smullum allar saman. Hef lært svo ótrúlega mikið þetta sumar og er mjög ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun að vera með.

Þekkið þið ein­hvern sem hef­ur tekið þátt í Ung­frú Íslandi? Ég þekki eina sem er með mér í keppninni.

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Það sem drífur mig áfram í lífinu er að hafa trú á sjálfri mér og hlusta á sjálfa mig. Lifa einn dag í einu og njóta lífsins meðan þú getur. Hugsa um það góða sem þú hefur. Vera jákvæð og koma fram við fólk eins og fólk vill láta koma fram við sig.

Hvað ætl­ar þú að verða þegar þú verður stór? Þegar ég verð orðin stór er draumurinn að verða innanhúsarkitekt og búa í Bandaríkjunum. Ég vil hafa alla mína nánustu í kringum mig, vera heilbrigð og góð í mínu starfi og vonandi með mitt eigið fyrirtæki.

Hvað ger­ir þú þegar þú vilt hafa það virki­lega gott? Það er þegar allt herbergið er hreint, búin í góðu baði og allt nýtt á rúminu og kertaljós.

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? Ég viðurkenni það að ég er ekki nógu dugleg að æfa! En ég vinn 2-2-3 og þegar ég get og er í fríi þá reyni ég að mæta og er oftast í klukkutíma. Geri léttar æfingar heima oftast. 

Þurft­ir þú að hætta að borða eitt­hvað eft­ir að þú byrjaðir að æfa fyr­ir Ung­frú Ísland?

Nei ekkert sem ég hef þurft að breyta í mataræðinu, borða bara eins og ég hef alltaf borðað. Venjulegan heimilismat og leyfi mér auðvitað. Ég borða bara oftast sem mig langar í. En minnkaði reyndar súkkulaði og sérstaklega piparhúðað Nóa kropp.

Hvað er það skemmti­leg­asta sem þú ger­ir? 

Það skemmtilegasta sem ég geri er að fara í roadtrip með mínum nánustu og fjölskyldu og eiga góðar stundir með vinum og fjölskyldu. Dansa, ferðast um heiminn. Mig langar að verða arkitekt þá finnst mér líka skemmtilegt að dunda mér og búa til eitthvað sjálf og prufa eitthvað nýtt í lífinu! 

Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Það leiðinlegasta sem ég geri er að finna föt til þess að vera í og krulla eða slétta mitt þykka hár.

Get­ur þú lýst þínum stíl? Ég er mjög blendin, casual fín, classy ítalskur stíll og svo margt. Fer eftir dögum. Ég elska að vera fín, svo koma dagar inni á milli þar sem ég sæki í þægileg föt og eitthvað sem mér líður vel í. 

Eru ein­hver tísku­slys í fata­skápn­um þínum? Ójá, alveg nokkrar flíkur sem safna ryki inni í skáp.

Hver er fyr­ir­mynd þín í líf­inu? Ég á mér nokkrar fyrirmyndir. Ég gæti búið til heila bók um hvað ég er þakklát fyrir alla í mínu lífi sem hafa kennt mér svo margt. Foreldrar mínir, ömmur og afar, systkini, frænkur og frændur og vinir. Og það er þeim að þakka hver ég er í dag. En ég vill minnast á hann Jón afa minn, Pétur langafa og Hrund frænku. Þau voru sterkasta og duglegasta fólk sem ég hef þekkt. Lít mikið upp til þeirra.

Hvar ætl­ar þú að vera stödd í líf­inu eft­ir 10 ár? Ég vill ekki plana hvar ég verð eftir 10 ár en vonandi verð ég heilbrigð að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum, mínum börnum og eiginmanni. Elta draumana mína og búsett í Bandaríkjunum með mitt eigið fyrirtæki sem innanhúsarkitekt og ítalska húsgagnaverslun. En maður lifir bara einn dag í einu en maður á sér drauma og ef þú virkilega vilt eitthvað þá gefstu ekki upp og gerir það sem þig langar til. 

Hvað gerir þig hamingjusama? Það sem gerir mig hamingjusama er svo margt. Ég er hamingjusöm og þakklát fyrir vinkonur, vini, fjölskyldu og öll tækifærin og hvað maður lærir. Til þess að vera hamingjusamur er líka spurning um hugarástand og trú á sjálfum þér. Alltaf að vera þú og besta útgáfan af sjálfum þér.

Jóhanna Sigurrós Pétursdóttir tekur þátt í Ungfrú Ísland 2016.
Jóhanna Sigurrós Pétursdóttir tekur þátt í Ungfrú Ísland 2016.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál