Giftu sig eftir 27 ára samband

Gísli Einarsson og Guðrún Hulda Pálmadóttir.
Gísli Einarsson og Guðrún Hulda Pálmadóttir. Ljósmynd/Ljósmyndastofa Erlings

Sjónvarpsstjarnan Gísli Einarsson gekk að eiga unnustu sína til 27 ára, Guðrúnu Huldu Pálmadóttur, á sunnudaginn var. Athöfnin fór fram í kirkjunni Borg og var það Hjálmar Jónsson sem gaf brúðhjónin saman. Gísli segir að þau hafi í raun ætlað að vera löngu búin að ganga í hjónaband en einhvern veginn hafi það dregist. 

Gísli Einarsson og Guðrún Hulda Pálmadóttir.
Gísli Einarsson og Guðrún Hulda Pálmadóttir. Ljósmynd/Ljósmyndastofa Erlings

„Við kynntumst í Kaupfélaginu á Hofsósi í Skagafirði, þar sem við vorum bæði að vinna, haustið 1988. Við byrjuðum svo saman árið eftir og trúlofuðum okkur þá um haustið. Árið þar á eftir, 1990, eignuðumst við okkar fyrsta barn og svo tvö nokkru seinna. Við ætluðum alltaf að gifta okkur en vorum í tæp tuttugu og sjö ár að bíða eftir að rétti tíminn kæmi. Þá loks vorum við búin að átta okkur á því að enginn tími er réttari en annar, hvorki fyrir giftingar né nokkuð annað, svo við ákváðum að drífa í þessu,“ segir Gísli.

Brúðhjónin með sínum nánustu.
Brúðhjónin með sínum nánustu. Ljósmynd/Ljósmyndastofa Erlings


Brúðkaupið fór sem fyrr segir fram síðasta sunnudag í fallegu veðri í Borgarfirðinum. 

„Við vildum ekki eitthvert risabrúðkaup en samt vildum við hafa þetta pínu hátíðlegt. Því var þetta gert í þröngum hópi, aðeins foreldrar okkar, systkini, börn, barnabörn og viðeigandi viðhengi, innan við þrjátíu manns. Sr. Hjálmar Jónsson gaf okkur saman, en hann skírði einmitt dóttur okkar, frumburðinn, fyrir tuttugu og sex árum. Guðrún Gunnarsdóttir söng við athöfnina og Sveinn Arnar Sæmundsson lék undir á kirkjuorgelið á Borg. Að athöfn lokinni var skálað í mjólk og boðið upp á soðbrauð og hangikjöt á kirkjutröppunum og síðan var lítil veisla í Borgarnesi,“ segir Gísli.

Smartland óskar Gísla og Guðrúnu hjartanlega til hamingju með stóra daginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál