Þurftu að hafa mikið fyrir barneignunum

Kristín Ólafsdóttir prýðir forsíðu MAN.
Kristín Ólafsdóttir prýðir forsíðu MAN. mbl

Kristín Ólafsdóttir kvikmyndaframleiðandi og eiginkona Björgólfs Thors Björgólfssonar segir að þau hjónin hafi þurft að hafa mikið fyrir því að eignast börn. Hún prýðir forsíðu MAN ásamt Hrund Gunnsteinsdóttur sem nýverið heimsfrumsýndu heimildarmynd sína InnSæi í Berlín en myndin verður frumsýnd hér á landi á RIFF 6. október. 

Báðar eru þær í einlægum viðtölum í blaðinu og fara um víðan völl, m.a. talar Kristín um hvernig það tók hana og eiginmann hennar Björgólf Thor margra ára tilraunir að eignast börn.

Í dag eiga þau Kristín og Björgólfur, sem búsett eru í London, þrjú börn: Daníel Darra 11 ára, Lórenz Loga 7 ára og Bentínu 4 ára. Kristín segir einlæg að þau hjónin hafi þurft að hafa mikið fyrir því að verða þunguð og það ferli hafi tekið langan tíma.

„Við erum því sérlega þakklát fyrir að eiga svona stóra fjölskyldu í dag, við vitum að það er ekki sjálfgefið og þetta tók allt saman á. Bjöggi var orðinn 37 ára gamall þegar fyrsta barnið kom í heiminn sem er seint á íslenskan mælikvarða og miðað við hversu ung við vorum þegar við byrjuðum saman. Við vorum því alveg rosalega tilbúin og þetta varð svo mikið aðalatriði í okkar lífi. Við vorum búin að ferðast svo mikið og gera svo margt. Maður var því orðinn mettur og það var gott að taka nýtt skref í lífinu og skipta um takt,“ segir Kristín meðal annars í viðtalinu við MAN sem kemur í verslanir á morgun. 

Hrund Gunnsteinsdóttir prýðir forsíðu MAN. Að þessu sinni koma tvær …
Hrund Gunnsteinsdóttir prýðir forsíðu MAN. Að þessu sinni koma tvær forsíður á blaðið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál