Væri til í að skulda ekki svona mikið

Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Margrét Gauja Magnúsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margrét Gauja Magnúsdóttir er endurnærð eftir sumarið þar sem hún og fjölskylda hennar ferðuðust um Ísland og til Spánar. Nú tekur fjarbúðin við því eiginmaður hennar býr á Höfn í Hornafirði en hún er flutt aftur heim í fjörðinn sinn. Um helgina tekur hún þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar þar sem hún sækist eftir 2. sæti í Kraganum. Þetta gerir hún vegna þess að hún þráir að komast á þing. 

Ertu byrjuð að skipu­leggja haustverkin?

Hvað eru haustverk?

Er geymsl­an full af drasli? 

Nei, ég er búin að flytja svo oft síðustu þrjú árin að geymslan er vel skipulögð jóladóti og ferðatöskum.

Áttu erfitt með að losa þig við gam­alt dót? 

Nei, alls ekki, ég fer reglulega á endurvinnslustöð SORPU bs með dót og upplifi alltaf ákveðið „euphoria“ þegar ég er þar að flokka.

Hef­urðu hent ein­hverju sem þú sérð rosa­lega eft­ir? 

Nei en ég sé eftir brjálæðislega mörgum skóm sem fyrrum hundar mínu nöguðu. Græt þá ennþá.

Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Hvað lang­ar þig mest í fyr­ir veturinn (föt/​fylgi­hlut­ir)?

Chie Mihara skó en þeir eru í draumum mínum, hef ekki efni á þeim.

Hvað gerðir þú í sumarfríinu? 

Ég eyddi öllum tíma mínum með eiginmanni og börnum mínum, í útileigum og á Spáni. Þetta var fjölskyldusumarið mikla sem skilaði miklum árangri aukinna tengsla okkar á milli. Núna erum við stödd í sitthvorum landshlutanum en erum vel undirbúin fyrir veturinn.

Ertu dug­leg að láta drauma þína ræt­ast? 

Já, ég á mér drauma og skrifa þá niður og vinn í þeim markvisst. Ég mun til dæmis eignast þessa Chia Mihara skó einn daginn. Bíddu bara.

Ertu a-mann­eskja eða b?

b.

Borðarðu morg­un­mat? 

Já, Cheerios og kaffi.

Ertu dug­leg að elda? 

Nei, ég get ekki einu sinni soðið pylsur án þess að klúðra því. Ég er gersamlega vanhæf í eldhúsinu, ég hef oftar en ekki næstum kveikt í húsum þegar ég hef þurft að bjarga mér.

Áttu lík­ams­rækt­ar­kort?  

Nei, en ég er á leið í Crossfit XY, er bara að bíða eftir að félagar mínir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar klári grunnnámskeiðið, ég er sko löngu búin með það!

Hvernig mynd­irðu lýsa fata­stíln­um? 

Vintagekjóll.

Ég er með þráhyggju fyrir vintagekjólum, á háu stigi.

Svo bíð ég eftir tækifærinu til að að geta flassað peysufötunum mínum sem ég saumaði síðasta vetur.

Tek­urðu áhætt­ur þegar út­litið er ann­ars veg­ar?

Nei, ég held ekki en ég klæði mig eins og mér líður best og er alltaf í kjól.

Ertu með eða á móti fegr­un­araðgerðum? 

Mér er skítsama, fólk má gera það sem það vill.

Finnst þér út­lits­dýrk­un ganga út í öfg­ar?

Já, mér finnst þessi „photoshop“ bylgja sem afskræmir konur í blöðum ekki sniðug og ánægð með lagasetningu Frakka gegn henni.

Upp­á­halds­hlut­ur? 

Síminn minn.

Besta bók­in? 

Karitas án titils og Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.

Eft­ir­minni­leg­asta mynd­in? 

Princess Bride, fæ alltaf nostalgíukast þegar ég horfi á hana og hlæ mig máttlausa. „My name is Inigoo Montoya....you killed my father, prepare to die“.

Helsta fyr­ir­mynd þín í líf­inu?

Foreldrar mínir og Barbra Streisand.

Hverju mynd­irðu breyta í lífi þínu ef þú gæt­ir? 

Ég er brjálæðislega lánsöm kona sem hef fengið ótrúleg tækifæri í lífinu og er elskuð af stórri fjölskyldu og á ég dásamlega vini sem krydda líf mitt á hverjum degi. Ég væri samt alveg sjúklega til í að hafa klárað MA ritgerðina mína fyrir löngu síðan og ekki skulda svona ógeðslega mikinn pening.

Hef­urðu gert eitt­hvað sem þú sérð eft­ir? 

Ójá og það er ekki prenthæft né birtingahæft. En ég hef lagt mig fram við að reyna að læra af mistökum mínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál