Hjólaði og synti fyrir Balta í Eiðnum

Pétur Einarsson á tökustað í Eiðnum.
Pétur Einarsson á tökustað í Eiðnum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

„Eiður Birgisson hringdi í mig þar sem þeir voru að leita að íbúð með útsýni yfir Reykjavík. Þeir komu næsta dag með Baltasar og fleiri voru með og þeim leyst vel. Svo var hjólið mitt í stofunni og eitt leiddi af öðru og þeir báðu mig að hjóla og synda í myndinni. Við erum kannski ekki svo ólíkir í fjarska að minnsta kosti svipaðir að hæð með dökkt hár og skegg,“ segir Pétur Einarsson fyrrverandi forstjóri straums og þríþrautarkappi sem synti og hjólaði fyrir Baltasar Kormák í myndinni Eiðurinn. 

Frétt Smartlands: Balti kvaddi „pabbalíkamann“ - Gísli kjötaði sig upp

Pétur er í dúndurformi og hefur um margra ára skeið stundað þríþraut af miklu kappi. Þótt Baltasar Kormákur hafi losað sig við pabbalíkamann fyrir hlutverk sitt í Eiðnum dugði það ekki til og var Pétur fenginn til að synda og hjóla í myndinni í stað Baltasars Kormáks. 

„Balti er í súper formi og hefði auðvitað geta gert þetta allt sjálfur en hann var auðvitað líka að leikstýra sem er gríðarlega krefjandi. Þetta voru líka flóknar og dýrar senur með þyrlu og báta og mikið að fólki þannig hann vildi væntanlega vera með Óttari Guðnasyni, kvikmyndatökumanni myndarinnar, til þess að fá fullkomna kvikmyndatöku og leikstjórn sem auðvitað tókst,“ segir Pétur. 

Þegar ég spyr Pétur nánar út í þetta segir hann að þetta hafi verið svolítið erfiðar tökur. 

„Þetta var allt tekið að vetri til og svona tekur alltaf tíma þannig það var stundum kalt á hjólinu eða í sjónum en bara gaman að þessu. Svo var Jón spaði á þyrlunni og mér fannst hann fljúga full nálægt mér en sem betur sést ekki svipurinn á mér en mér var ekki alltaf sama! Ég var líka í talstöðvar sambandi við tölvuna og Baltasar var oft að hrópa „hraðar hraðar“. Það fannst þeim í þyrlunni mjög skemmtilegt,“ segir hann. 

Pétur sá ekki bara um að hjóla og synda fyrir Baltasar Kormák heldur lánaði hann íbúðina sína í tökurnar. 

„Ég er svo heppinn að eiga íbúð við höfnina með útsýni sem passaði vel í myndina og það var bara gaman að því. En þetta var meira fyrirtæki en við gerðum okkur grein fyrir og mikið af tækjum og fólki í húsinu í nokkra daga en allt gekk vel í endanum,“ segir hann. 

Var ekkert óþægilegt að sjá heimili sitt á hvíta tjaldinu?

„Það var vissulega skrítið að sjá Gísli Örn og Heru reykja stórar jónur í sófanum hjá mér en þau eru frábærir leikarar og íbúðin er flottari eftir tökurnar. Það er mikill heiður að vera hluti af stærstu ísenska myndinni sem hefur verið gerð,“ segir hann glaður í bragði. 

Hér sést hvað þyrlan fór nálægt.
Hér sést hvað þyrlan fór nálægt. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál