Hvers vegna er Georg litli alltaf í stuttbuxum?

Litli prinsinn er yfirleitt klæddur í stuttbuxur.
Litli prinsinn er yfirleitt klæddur í stuttbuxur. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Sérfræðingur í siðareglum hefur greint frá því hvers vegna litli prinsinn Georg sé ávallt klæddur stuttbuxum, en það hefur ekkert með það að gera hversu heitfengur drengurinn er.

Margir hafa furðað sig á því hvers vegna hin konunglegu systkini séu ávallt klædd líkt og þau séu að leika í kvikmynd sem gerist á sjötta áratugnum. En samkvæmt William Hanson, sérlegum ráðgjafa Daily Mail sem er sérfróður um siðareglur, snýst þetta allt um stétt og stöðu.

Þá segir hann að stuttbuxur á ungum drengjum sé óskráð regla sem beri merki um að piltarnir tilheyri efri stétt, en síðbuxur geri þá úthverfalega. Og það hugnast að sjálfsögðu ekki konungbornu fólki.

„Ekki aðeins þarf hertogaynjan að hafa áhyggjur af eigin klæðaburði opinberlega, heldur þarf hún að klæða börnin sín og finna jafnvægi á milli konunglegra hefða og arfleiðar auk alþýðusiða svo sem að klæða unga drengi í síðbuxur.“

„Ég held þó að Katrín hafi ekki tileinkað sér siðinn nýlega. Ég býst við að móðir hennar, sem og vinkonur hennar, hafi vitað af þessari óskráðu reglu og klætt drengi sína samkvæmt henni.“

Margir vilja meina að klæðnaður barnanna sé heldur til gamaldags …
Margir vilja meina að klæðnaður barnanna sé heldur til gamaldags og þau líti út fyrir að vera klippt út úr kvikmynd sem gerist á sjötta áratugnum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Georg litli á eflaust myndarlegt safn af stuttbuxum.
Georg litli á eflaust myndarlegt safn af stuttbuxum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál