Stefán Karl kominn heim

Stefán Karl Stefánsson.
Stefán Karl Stefánsson. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson fékk að fara heim í leyfi í dag. Eins og fram hefur komið fór Stefán Karl í aðgerð 4. október síðastliðinn þar sem krabbameinsæxli var skorið í burtu. Hann sagði frá því á Facebook-síðu sinni í dag að hann væri alsæll. 

„Í dag fæ ég að fara heim í leyfi. Það þýðir að ég má fara heim og máta mig við heimilislífið í nokkra klukkutíma en fer svo aftur á spítalann upp úr kvöldmat. Ég er ennþá á miklum lyfjum og má almennt ekki gera neitt, t.d. er ég með uppáskrifað að ég má ekki stunda nein heimilisstörf í 8 vikur (mæli með þessu bara fyrir það),“ sagði hann á Facebook-síðu sinni og bætti við: 

„Ekki lyfta neinu þyngra en 3 kílóum (lofta því hvort sem er ekki) og ekki fara út úr húsinu sem er fínt enda mannafælinn með eindæmum. Þannig að, þetta er allt að koma, en eitt skref í einu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál