Ég hafði miklar áhyggjur af áliti annarra

Emilía Björg Óskarsdóttir varð þekkt á einni nóttu þegar hún …
Emilía Björg Óskarsdóttir varð þekkt á einni nóttu þegar hún byrjaði í hljómsveitinni Nylon.

Emilía Björg Óskarsdóttir varð þekkt á einni nóttu þegar hún byrjaði í hljómsveitinni Nylon. Eftir að hún hætti hefur hún gert ýmislegt en í dag starfar hún í Bláa lóninu. Árið 2007 gekk hún í hjónaband og eiga þau hjónin tvö börn og svo á hún eitt stjúpbarn. Emilía er virk á Snapchat og sagði frá því þar að hún væri að berjast við kvíða. Þetta kom mörgum á óvart. Emilía féllst á að segja lesendum Smartlands örlítið frá kvíðanum og hvaða verkfæri hún hefur notað til að vinna bug á kvíðanum. Ég byrja á að spyrja hana hvort hún hafi fundið fyrir kvíða þegar hún var í Nylon. 

„Já, í raun var hann búinn að því í ákveðinni mynd. Ég hafði miklar áhyggjur af áliti annarra.  Á sama tíma þá var Nylon-ævintýrið eitt það skemmtilegasta tímabil sem ég hef upplifað fyrir utan tímabilið sem ég er að lifa í dag, en það hjálpaði mér líka og fékk ég tækifæri til þess að ögra sjálfri mér og kvíðanum um leið,“ segir Emilía. 

Emilía var ekki að bera kvíðann á torg og vildi sem minnst ræða hann. Hún segist í raun ekki hafa áttað sig á honum fyrr en árið 2012  þegar hún gekk með yngri dóttur sína. 

„Fyrir það hafði ég ekki fengið nein kvíðaköst heldur hafði ég áhyggjur af hinu og þessu og átti það til að vera ofur stressuð. Svo fékk ég kvíðakast komin tæpar 12 vikur á leið með yngri dóttur okkar. Maðurinn minn var á þessum tíma búsettur í erlendis vegna vinnu og var ég því ein með eldri dóttur okkar heima á Íslandi sem reyndist mér erfitt,“ segir Emilía. 

Emilía segist hafa fengið faglega hjálp við kvíðanum. 

„Það var yndislegur heimilislæknir sem ráðlagði mér að fara í hugræna atferlismeðferð. Ég var svo sannarlega tilbúin í það enda er fátt verra en að lifa með kvíða. Ég vann með sérfræðingi og náði að lokum góðum tökum á kvíðanum með hans hjálp. Nú opnaði ég Snapchatið mitt í síðustu viku og á 3 dögum hafa hundruð manna bæst í fylgjendahóp minn. Í gær bankaði svo kvíðinn upp á á ný en ég áttaði mig strax á því hvað væri í gangi. Í þetta skipti náði hann ekki tökum á mér.  Ég kýs frekar að ræða opinskátt um hann enda er kvíði ekki tabú í mínum huga,“ segir Emilía.

Emilía Björg Óskarsdóttir og Pálmi Sigurðsson, eiginmaður hennar.
Emilía Björg Óskarsdóttir og Pálmi Sigurðsson, eiginmaður hennar.

Hvernig lýsir kvíðinn sér? 

„Hann hefur verið breytilegur í gegnum árin en í upphafi kom hann fram sem miklar áhyggjur. Dæmi um það er heilsukvíði og þurfti oft lítið til að ég ímyndaði mér alla heimsins verstu sjúkdóma þegar ég jafnvel var bara með höfuðverk. Ég tók upp á því að gúggla allt sem er aldrei góð hugmynd. Einnig hafði ég miklar áhyggjur af áliti annarra en ég er sem betur fer laus við það í dag.“

Eins og fyrr segir notar Emilía hugræna athyglismeðferð til þess að vinna á kvíðanum. 

„Ég fékk mörg góð ráð þegar ég vann sem mest í þessum málum og hef því verkfærakistu sem ég get leitað í. Best finnst mér að ímynda mér að ég sé á lestarstöð og þegar ég er komin í kvíðann, er ég komin upp í lestina. Þá þarf ég að finna leið til að komast út á næstu stoppistöð og þar með skilja við kvíðann sem fer áfram með lestinni. Þetta reynist mér rosalega vel. Að lifa í núinu skiptir líka miklu máli, það sem gerist á morgun eða eftir 2 mánuði skiptir í raun ekki máli á þessari stundu heldur aðeins líðandi stund. Að vera í núinu er algjörlega málið. Lífið getur tekið óvænta stefnu hvenær sem er, en það hjálpar lítið að undirbúa sig andlega fyrir eitthvað sem gæti mögulega gerst, eða ekki gerst.“

Emilía heldur úti Snapchattinu emiliabj. 

„Í síðustu viku fór ég að grínast með einhvers konar „talsnappi“ fyrir þá sem voru að fylgja mér, sem voru í raun aðeins vinir og ættingjar. Svo má segja að þetta hafi bara undið upp á sig þar sem ég fékk mjög góð viðbrögð og hvatningu til að hafa snappið opið og ákvað í kjölfarið að opna það nú fyrir helgi. Viðbrögðin hafa verið hreint stórkostleg. Ég hugsa snappið mitt aðallega sem lífstílssnap, ég hef mjög gaman af því að elda úr hollu hráefni og skipta t.d hvítum sykri út fyrir skynsamlegri sætu.  Svo um helgina sýndi ég sniðugar jólagjafahugmyndir sem börn geta föndrað fyrir til dæmis ömmu og afa. Ég hef oft hugsað að það vanti mömmusnappara með börn á grunnskólaaldri, t.d til að gefa sniðugar nestishugmyndir og þess háttar. Fyrst og fremst sé ég fyrir mér að ég verði með einlægt og skemmtilegt snap.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál