Fékk fótósjoppað kort frá forsetanum

Kortið góða sem var fótósjoppað
Kortið góða sem var fótósjoppað mbl

„Fyrr í vikunni setti ég svohljóðandi færslu inn á Facebook hjá mér: „Sýnist í fljótu bragði að ég sé eini Íslendingurinn sem ekki hefur fengið mynd af sér með forseta Íslands Guðni Th Jóhannesson. Þekki ég einhvern sem er góður í Photoshop?“

Í gær þegar ég kom heim úr vinnunni beið mín umslag merkt „Skrifstofa Forseta Íslands“ og inn í því var neðangreind mynd,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson fyrrverandi fréttamaður og almannatengill á Facebook-síðu sinni og bætir við: 

„Fátt hefur fengið mig til að hlæja jafn hjartanlega og þessi sending, illa klippt myndin af mér inn á áritaða mynd af Forseta Íslands. 10 rokkstig fyrir gott grín - og á Bessastaði GuðniTh Jóhannesson

Sem fær mig til að hugsa...er ég eini Íslendingurinn sem ekki er kominn með Fálkaorðuna?....“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál