Ansi hressilegt „nineties flashback“

Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata setti kanínueyru á forseta Íslands, …
Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata setti kanínueyru á forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson.

Mynd af Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Ástu Guðrúnu Helgadóttur og Andrési Inga Jónssyni hefur farið eins og eldur um sinum um internetið og þá sérstaklega mynd sem er klippt út, þar sem aðeins sést í forsetann og þingmanninn, Ástu Guðrúnu, sem setur „kanínueyru“ á forsetann.

Myndin var tekin í gær á Bessastöðum þegar forseti Íslands bauð þingmönnum til veislu í tilefni af fullveldisdeginum. Hingað til hafa þessi partí ekki verið fyrir allra augum en nú eru breyttir tímar og allt í beinni. 

Andrés Ingi deildi myndum af flestu sem gerðist þarna í Bessastaðaboðinu og ef marka má þær myndir þá var stemningin allsráðandi á mannskapnum. 

Af samfélagsmiðlum að dæma finnst fólki hegðun þingmannsins Ástu Guðrúnu óviðeigandi. Smartland leitaði til þriggja aðila sem yfirleitt lúra ekki á skoðunum sínum og spurði þá hvað þeim fyndist um myndina. 

Erla Hlynsdóttir blaðamaður.
Erla Hlynsdóttir blaðamaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mér finnst þetta svolítið skrýtið. Nýi forsetinn okkar er hipp og kúl og allt það en mér finnst ekki við hæfi að þingmaður setji á hann kanínueyru í myndatöku. Þetta er eitthvað sem krakkar gera til að láta einhvern líta kjánalega út,“ segir Erla Hlynsdóttir, blaðamaður og ritstjóri. 

Jóhann Alfreð Kristinsson.
Jóhann Alfreð Kristinsson.

„Þarna erum við með ansi hressilegt „nineties flashback“ hjá Ástu Guðrúnu en svona merkjasendingar á myndum voru algengar í minni sveit í níunni. Maður fær eiginlega sting í magann af nostalgíu við að sjá þetta. Eflaust munu margir hafa sínar skoðanir og finnast þetta óviðurkvæmilegt. Ég ætla nú ekki að kommentera á það beint. Finnst þetta nú fyrst og fremst reglulega steikt. En verð að segja að það eru nýjar upplýsingar fyrir mig að það sé orðið svona í skemmtilegt í þessu boði. Maður hefði haldið að þetta væri í meginatriðum reglulega stíft boð. En það er kannski tímanna tákn og ágætt út af fyrir sig,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, lögfræðingur og grínari í Mið Íslandi. 

Egill Helgason stýrir bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV.
Egill Helgason stýrir bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV. mbl.is/Steinar

„Bara skemmtilegt. Guðni er afbragð,“ segði Egill Helgason þáttastjórnandi í Kiljunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál