Mynd af Ásdísi Rán misnotuð á Ali Express

Um áratugar gömul mynd af fyrirsætunni og þyrluflugmanninum Ásdísi Rán Gunnarsdóttur er misnotuð inni á sölusíðunni Ali Express. Myndin var tekin af ljósmyndaranum Arnold Björnssyni þegar Ásdís Rán sat fyrir í ilmvatnsauglýsingu. Hárið er krullað og hnausþykkt á myndinni og hún sjálfri sér lík, falleg og lokkandi. 

Nú hefur hárkolluframleiðandi misnotað myndina í auglýsingum sínum fyrir hárkollur. Þessi hárkolluframleiðandi fékk ekki leyfi til að nota myndina og selur líklega grimmt út á makkann á Ásdísi Rán. Þegar Smartland náði tali af Ásdísi Rán segist hún oft hafa lent í þessu. 

„Já ég hef lent mjög oft í þessu, en ég held nú að þetta sé í fyrsta skipti sem ég auglýsi hárkollur,“ segir hún og skellihlær. 

„Þetta er frekar þekkt mynd og eflaust sú sem hefur verið stolið einna mest. Hún var birt í einhverjum erlendum blöðum og svo keypt í auglýsingaherferð fyrir íslenskt ilmvatn fyrir nokkrum árum. Það er mjög langsótt að elta svona mál uppi, en stundum virkar það,“ segir hún. 

Ásdís bendir á að það sé dýrt að kaupa flottar ljósmyndir og þess vegna bregði fyrirtæki á þetta ráð. 

„Það er dýrt að kaupa flottar myndir í dag og getur kostað nokkur hundruð þúsund svo óprúttnir aðilar spara sér peninga með að stela myndum af Google eða vefsíðum og vonast til að þær séu ekki eltar uppi,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál