Bar blýþungt höfuðdjásn

Hertogaynjan var stórglæsileg.
Hertogaynjan var stórglæsileg. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Katrín hertogaynja af Cambridge skartaði einni af eftirlætiskórónum Díönu prinsessu við hátíðlega athöfn í Buckingham-höll í gær.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hertogaynjan setur upp hið forláta höfuðdjásn, því hún skartaði kórónunni einnig á síðasta ári í opinberri athöfn sem fram fór í Buckingham-höll.

Frétt mbl.is: Skartaði kórónu Díönu prinsessu

Díana prinsessa fékk kórónuna í brúðkaupsgjöf árið 1981 frá tengdamóður sinni, en báðar voru þær afar hrifnar af höfuðdjásninu sem skreytt er með fjöldanum öllum af demöntum og perlum.

Kórónan, sem gerð var árið 1914, er í þyngri kantinum en samkvæmt Daily Mail fékk Díana prinsessa iðulega hausverk af því að bera djásnið. Kórónan var samt sem áður í miklu uppáhaldi hjá henni og skartaði hún kórónunni við hin ýmsu tilefni.

Eftir lát Díönu var kórónan geymd í öryggisskáp í Buckingham-höll, þar til Katrín hertogaynja fékk hana að gjöf.

Hertogaynjan virðist þó vera fremur feimin við að bera konunglega erfðagripi sem áður voru í eigu Elísabetar drottningar, en samkvæmt frétt Daily Mail er þetta í fimmta skipti sem hún sést opinberlega með slíkt erfðagóss.

Kórónan var í miklu uppáhaldi hjá Díönu prinsessu.
Kórónan var í miklu uppáhaldi hjá Díönu prinsessu. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Elísabet, Díana og Katrín hafa allar skartað kórónunni.
Elísabet, Díana og Katrín hafa allar skartað kórónunni. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál