Pör ársins 2016

Skúli Mogensen og Íris Arna Geirsdóttir. Myndin birtist á Instagram-síðu …
Skúli Mogensen og Íris Arna Geirsdóttir. Myndin birtist á Instagram-síðu Írisar Örnu en hún var tekin á Miami.

Ástin, þetta furðulega fyrirbæri sem ekki er hægt að búa til upp úr þurru, blossaði upp á árinu sem er að líða og voru margir sem fundu sálufélaga sinn. Ástin spyr hvorki um aldur né fyrri störf og þegar hið rétta kemerstí finnst halda engin bönd. Þetta vita þeir sem hafa orðið raunverulega ástfangnir.

Það varð allt vitlaust þegar út spurðist að ástin hefði kviknaði í sjónvarpsþættinum Biggest Loser sem sýndir eru á Skjáeinum. Þættirnir fóru í loftið í janúar 2016 og þegar seríunni lauk kom í ljós að fólk hafði ekki bara verið að drekka vatn og mæta á æfingar. 

Agla Steinunn og Sigurgeir eru sérlega glæsilegt par.
Agla Steinunn og Sigurgeir eru sérlega glæsilegt par. mbl

Agla Stein­unn Bjarnþóru­dótt­ir og Sig­ur­geir Jóns­son, sem bæði öttu kappi í Big­gest Loser, byrjuðu saman í sjónvarpsþáttunum. Þau kynnt­ust við tök­ur á þátt­un­um, en eins og frægt er orðið stóð Agla Stein­unn uppi sem sig­ur­veg­ari þátt­anna, en Sig­ur­geir endaði í öðru sæti. Parið felldi síðan hugi sam­an eft­ir að keppni lauk.

Bæði eru Agla og Sig­ur­geir hin hress­ustu og segja lífið hafa gjör­breyst eft­ir þátt­töku í Big­gest Loser. Til að mynda krækti Agla ný­verið í drauma­starfið sem hún þorði varla að láta sig dreyma um áður en hún hóf keppni. Sjálf seg­ist hún varla trúa því hversu mikið líf henn­ar hef­ur breyst á skömm­um tíma.

Í sam­tali við Smart­land sögðu skötu­hjú­in næsta mál á dag­skrá vera ferð til Balí, þar sem þau ætla að slaka á og njóta lífs­ins sam­an í þrjár vik­ur.

Frétt af Smartlandi: Ástin kviknaði í Biggest Loser

Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm.
Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm.

Sólmundur Hólm og Viktoría Hermannsdóttir byrjuðu að hittast í sumar og vinna nú undir sama þaki á RÚV. Hún á fréttadeildinni og hann á Rás 2. Parið hefur verið áberandi á samfélagsmiðlunum og fer ekki á milli mála að þegar þau hittust fundu þau hinn helminginn af sér. Séð og Heyrt sagði frá sambandinu á dögunum nema hvað á forsíðunni leit svolítið út eins og Viktoría og Svala Ólafsdóttir hefðu fundið ástina en svo var nú ekki. 

Hjörvar Halfiðason og Heiðrún Marteinsdóttir.
Hjörvar Halfiðason og Heiðrún Marteinsdóttir. mbl.is/Stella Andrea

Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason og Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfræðingur og framkvæmdastjóri SFS fundu ástina í faðmi hvors annars. Þau eru bæði miklir húmoristar og með skemmtilegra fólki sem hefur fæðst í þennan heim. Hlustendur Brennslunnar á FM957 fá þetta náttúrlega beint í æð í útvarpinu. Hér á árum áður fékk húmor og sniðugheit Heiðrúnar Lindar á bloggsíðu hennar Járnskvísan.blog.is. Því miður finnast engar færslur á þeirri síðu í dag. 

Frétt af Smartlandi: Hjörvar og Heiðrún Lind nýtt par 

Skúli Mogensen forstjóri WOW air og Íris Arna Geirsdóttir fitnessdrottning hafa verið að hittast síðan í sumar. Á dögunum birti hún mynd af þeim á Instagram sem tekin er á Miami í Flórída. Ekki fer framhjá neinum að parið hefur það gott og nýtur lífsins. 

Aron Pálmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Aron Pálmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Ljósmynd/Samsett

Ágústa Eva Erlendsdóttir söng- og leikkona og Aron Pálmarsson handboltastjarna fundu ástina á árinu. Parið er ákaflega kraftmikið og skemmtilegt og ekki er laust við að hjónasvipur sé með þeim. Aron er mikið á ferðalögum út af handboltanum og Ágústa Eva býr í Hveragerði. Parið lætur það þó ekki stoppa sig og nýtir hverja stund til samvista við hvort annað og þá er gott að það séu góðar flugsamgöngur á milli Íslands og meginlands Evrópu. 

Frétt af Smartlandi: Ágústa Eva og Aron skráðu sig í samband

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál