Hver trúir því að Selma verði á lausu?

Selma Björnsdóttir.
Selma Björnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Söngvarinn, leikstjórinn og listræni stjórnandinn Selma Björnsdóttir átti viðburðarríkt ár 2016. Hún lét drauma rætast en er örlitið svekkt út í Facebook sem segir að hún verði einhleyp allt árið 2017. Hér er ársuppgjörið hennar Selmu: 

Það er hefð hjá mér um hátíðirnar að fara yfir árið sem er að líða áður en ég set mér ný markmið fyrir komandi ár. Það má segja að árið 2016 hafi verið ár ævintýra, breytinga, skemmtilegrar vinnu og ferðalaga.

í heild mjög gott ár en ekki áfallalaust. Ég var minnt á hvað lífið er hverfult og það hefur gert mig þakklátari fyrir fólkið mitt, öryggið mitt, og heilsuna mína. Ég flutti úr Reykjavík í Garðabæ, fermdi frumburðinn og fór á Manchester-leik með honum. Leikstýrði í Þjóðleikhúsinu, var listrænn stjórnandi Ísland got talent, söng í London, leikstýrði í Zurich, lék í bíómynd, söng hér og þar, byrjaði að læra á ukulele og að læra ítölsku svo eitthvað sé nefnt.

Ég ferðaðist alveg helling, bæði innanlands og utan og á frábærar minningar úr öllum þeim ferðum. Sá Ísland sigra England í Nice, sá Beyoncé syngja í Amsterdam og naut lífsins með mínum bestu og nánustu. Nú geri ég markmiða og ævintýralistann fyrir árið 2017 og vonast til að eyða árinu með fólkinu sem mér finnst best. Facebook segir (í svona ársspá fyrir 2017) að ég muni verða „single all year“!!! En hver trúir nú því bulli? Ég ferðaðist til eftirfarandi staða á árinu: London, Manchester, Brussel, Amsterdam, Flatey, Stykkishólmur, Nice, Akureyri, Amsterdam, Laugaland, Dalvík, Róm, Feneyjar, London, Zurich, Cannes, Zurich og Mílanó.

Á næsta ári er planið að ferðast til framandi staða, stunda jóga og ganga fallegar gönguleiðir í íslenskri náttúru. Persónuleg markmið mín fylgja ekki með en þau eru þó nokkur, og gera mig vonandi að betri manneskju og meiri töffara. Ég óska þess að árið 2017 verði okkur gjöfult og gott, heilsan til staðar og lífið ljúft. Knús og þakkir fyrir samverustundirnar á árinu sem er að líða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál