Færði Ragnheiði lykil að framtíðinni

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Guðjón Ingi Guðjónsson.
Ragnheiður Elín Árnadóttir og Guðjón Ingi Guðjónsson.

„Mér datt í hug að færa henni þennan lykil að „framtíðinni með okkur“ í framhaldi af því að hún afhenti lyklana að ráðuneytinu. Þessi afhending lykla í ráðuneytunum er fyrst og fremst táknræn athöfn á þeim breytingum sem eru að eiga sér stað og því fannst mér upplagt, þar sem að hún var að hætta í pólitíkinni þennan sama dag, að gera það með þessum táknræna hætti þegar að hún kom heim,“ segir Guðjón Ingi Guðjónsson eiginmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur fyrrverandi ráðherra. 

Þegar Guðjón Ingi er spurður að því hvernig eiginkonan hefði tekið þessu segir hann að lykillinn hafa framkallað mikla kátínu. 

„Hún varð bæði hissa  og glöð þegar að ég afhenti  henni lykilinn en hún grínaðist reyndar með það að hún hefði haldið að ég væri að færa henni bíllykil þar sem að hún hefur ekki lengur bílstjóra. Strákarnir okkar voru búnir að hengja spjald sem á stóð „velkomin heim mamma“ en þeir þekkja ekki hvernig það er að eiga mömmu sem ekki er á kafi í pólitík, og fengu þeir að sjálfsögðu hið eina sanna mömmu knús að launum,“ segir hann. 

Hvernig sérðu fyrir þér að lífið breytist þegar eiginkonan er hætt sem ráðherra? 

„Ég held að í raun verði það ekki síst breyting að fá konuna til baka úr pólitíkinni frekar en endilega það að hún sé hætt sem ráðherra. Vinnudagurinn hjá henni hefur verið langur og undirlagður af pólitík öll þessi nítján ár sem hún hefur verið í henni. Nú verð ég reyndar ekki lengur kallaður virðuleg ráðherrafrú eins og stundum, heldur bara fyrrverandi virðuleg ráðherrafrú.“

Nú fer það ekki framhjá neinum hvað þið eruð glöð og ánægð saman. Hver er lykillinn að góðu hjónabandi? 

„Ég held að lykillinn að góðu hjónabandi sé fyrst og fremst sá að gera sér strax grein fyrir því að hið fullkomna hjónaband er ekki til hvað þá hinn fullkomni maki. Það er ekki hægt að fá lykil að góðu hjónabandi lánaðan hjá öðrum heldur verða allir að smíða sinn eigin en traust, virðing, gleði og húmor er eitthvað sem allir ættu að nota við smíðina.“

Ragnheiður Elín og Guðjón Ingi með tveimur sonum í Frakklandi …
Ragnheiður Elín og Guðjón Ingi með tveimur sonum í Frakklandi síðasta sumar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál