Viltu tvöfaldan vegan-borgara plús beikon?

Í hinu fullkomna landi er sko hægt að lifa lífinu. Fjarskaland er svo sem ekkert Smartland en það er smart engu að síður. Fjarskaland er reyndar ekki land heldur nýtt leikrit eftir Guðjón Davíð Karlsson, eða Góa eins og hann er kallaður. 

Leikritið fjallar um Dóru sem leggur af stað í háskaför til Fjarskalands til að bjarga íbúum landsins, en þeir eru allir þekktar ævintýrapersónur. Mikil ógn steðjar að Fjarskalandi því íbúar mannheima eru hættir að lesa gömlu, góðu ævintýrin, og ef ævintýrin gleymast þá hverfa íbúar Fjarskalands einn af öðrum.

Leikstjóri Fjarskalands er Selma Björnsdóttir, en hún var á síðasta leikári annar af leikstjórum hinnar geysivinsælu sýningar Í hjarta Hróa hattar í Þjóðleikhúsinu. Tónlistin í Fjarskalandi er eftir Vigni Snæ Vigfússon sem hefur unnið að mörgum verkefnum með Góa og komið víða við á íslenska tónlistarsviðinu.

Snæfríður Ingvarsdóttir leikur Dóru og Þröstur Leó Gunnarsson leikur grimma úlfinn sem hefur einsett sér að koma í veg fyrir að Dóru takist ætlunarverk sitt. Hallgrímur Ólafsson leiðir börnin um Fjarskaland sem álfurinn Númenór. Fjöldi annarra leikara og dansara tekur þátt í sýningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál