Elísabet umkringd föngulegum karlmönnum

Elísabet ljómaði eins og sól í heiði.
Elísabet ljómaði eins og sól í heiði. Skjáskot / Daily Mail

Elísabet Englandsdrottning ljómaði eins og sól í heiði þegar hún skellti sér á listaopnun í Norwich á dögunum, og ekki nema von. Heill skari af fáklæddum og föngulegum karlmönnum í strápilsum var samankominn til að taka á móti henni.

Sýningin ber titilinn Fídjieyjar: Líf og list í Kyrrahafinu, en þar getur að líta ýmsa listmuni, svo sem skúlptúra, textílverk og keramikmuni eins og fram kemur í frétt Daily Mail.

Ef myndirnar eru skoðaðar má leiða líkum að því að drottningin hafi verið allt eins hrifin af móttökunefndinni og listmununum sjálfum.

Drottningunni var starsýnt á ungan mann sem tók á móti …
Drottningunni var starsýnt á ungan mann sem tók á móti henni í strápilsi. Skjáskot / Daily Mail
Elísabet var augljóslega hæstánægð með móttökurnar.
Elísabet var augljóslega hæstánægð með móttökurnar. Skjáskot / Daily Mail
Móttökurnar voru höfðinglegar.
Móttökurnar voru höfðinglegar. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál