Hógvært nafnspjald Guðna Th.

Svona leit nafnspjald Guðna Th. Jóhannessonar út þegar hann stundaði …
Svona leit nafnspjald Guðna Th. Jóhannessonar út þegar hann stundaði nám í Lundúnum.

Plebbaskapur og flottræfilsháttur var ekki að þvælast fyrir Guðna Th. Jóhannessyni á námsárum hans í Lundúnum. Guðmundur Steingrímsson fyrrverandi þingmaður fann gamalt nafnspjald sem Guðni rétti honum á námsárum þeirra í Lundúnum árið 2000. Guðni var ekki með sérprentuð nafnspjöld heldur heimagerð. 

„Undir aldamótin, þegar ég var í námi í Bretlandi rakst ég á gamlan nágranna á förnum vegi. Hann var líka að læra í Bretlandi. Við röbbuðum að sjálfsögðu saman eins og ætíð. Hann lét mig hafa nafnspjaldið sitt. Núna sautján árum síðar er ég að taka upp úr kössum og raða í skrifborðsskúffur, eins og gengur. Fann þá þetta nafnspjald. Það er hógvært, heimatilbúið og laust við allt prjál og uppgerð, eins og Guðni Th Jóhannesson einmitt er,“ segir Guðmundur Steingrímsson fyrrverandi þingmaður. 

Mary krónprinsessa Danmerkur, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Friðrik …
Mary krónprinsessa Danmerkur, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Friðrik krónprins Danmerkur. Myndin var tekin í síðustu viku. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson
Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál