Næst ríkasti fjölskyldumeðlimurinn

Kylie Jenner.
Kylie Jenner. mbl.is/AFP

Hin nítján ára Kylie Jenner gerir það gott með snyrtivörulínunni sinni Kylie Cosmetics en það selst allt upp á augabragði sem kemur frá merkinu. 

Árlegur listi Forbes yfir fólk undir þrjátíu ára sem hefur skarað framúr á einhverju sviði var opinberaður í byrjun árs.Á meðal þeirra sem finna má á listanum er Kylie nokkur Jenner, fyrirsæta, hönnuður og raunveruleikastjarna, en hún fer með stjórn í snyrtivörufyrirtækinu sínu Kylie Cosmetics, sem fer ört stækkandi. Það sem vekur þó mesta athygli er að Jenner er langyngst á listanum en hún hefur enn ekki náð tuttugu árunum. Er því óhætt að segja að veldi hennar sé orðið ótrúlegt miðað við ungan aldur.

Kendall og Kylie Jenner.
Kendall og Kylie Jenner. mbl.is/AFP

Ólst upp fyrir allra augum

Samkvæmt listanum þénaði Jenner næst mest af allri fjölskyldunni á síðasta ári á eftir Kim Kardashians hálfsystur sinni en eins og veröldin veit er Jenner partur af hinni stórskemmtilegu og vægast sagt skrautlegu Kardashian-fjölskyldu.

Jenner er yngst í systkinahópnum en hún er dóttir Kris Jenner sem oft er kölluð móðir raunveruleikaþáttanna og ólympíuverplaunahafans Bruce Jenner sem nú gengur undir heitinu Caitlyn Jenner eftir að hann gekkst undir kynleiðréttingu.

Örlög hennar urðu eflaust óumflýjanleg þegar móðir hennar skrifaði undir samning við sjónvarpsstöðina E-entertainment um gerð raunveruleikaþáttanna, Keeping up with the Kardashians en þá var Jenner aðeins barn. Hefur hún því bókstaflega alist upp á skjánum fyrir allra augum. Það er því óhætt að segja að hún hafi ekki beint upplifað hefðbundna barnæsku en á sama tíma er hægt að segja að hún hafi verið dugleg að skapa sér tækifæri innan þessa lífs.

Slegist um snyrtivörurnar

Snyrtivörulína Kylie Jenner inniheldur enn sem komið er aðeins varaliti, gloss, augnskugga og förðunarpensla en vinsældir hennar eru þess eðlis að hvað sem hún gefur út selst varan upp á augabragði. Hingað til hafa vörurnar einungis fengist á netinu en hún laumaði þeim upplýsingum nýlega til aðdáenda sinna í gegnum smáforritið Snapchat að hún ynni nú hörðum höndum að því að opna verslun fyrir snyrtivörulínu sína Kylie Jenner Cosmetics.

Farsæll ferill

Þrátt fyrir ungan aldur á raunveruleikastjarnan töluverðan feril að baki en árið 2012 hannaði hún ásamt systur sinni í samstarfi við fatamerkið PacSun sína eigin fatalínu undir heitinu „Kendall & Kylie“. Fatalínan fékk eins og við var að búast frábærar viðtökur.

Var hún þá einnig andlit snyrtivörulínunnar Nip&Fab.

Árið 2014 nefndi Time Magazine Jenner eitt af tuttugu og fimm áhrifamestu ungmennum veraldar á samfélagsmiðlum. Rataði nafn hennar aftur á sama lista ári síðar og árið 2016 var hún svo komin í topp 10 yfir þau ungmenni sem áttu flesta fylgjendur á samfélagsmiðlum en þegar þetta er ritað eru fylgjendur hennar áttatíu og þrjár milljónir.

Til þess að átta sig á vinsældum þessarar efnilegu viðskiptakonu þá setti hún app í loftið samhliða snyrtivörulínunni árið 2015 en appið endaði í fyrsta sæti á iTunes App Store sama ár.

Það verður því vægast spennandi að fylgjast með næstu skrefum Kylie Jennar.

Instagramsíða Kylie:

kyliejennar

Kylie Jenner árið 2015.
Kylie Jenner árið 2015. mbl.is/AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál