Slógu fyrst í gegn í Ungfrú Ísland

Tinna Alavis lenti í 2. sæti en Ragnhildur Steinunn bar …
Tinna Alavis lenti í 2. sæti en Ragnhildur Steinunn bar sigur úr býtum. Í þriðja sæti varð Regína Diljá Jónsdóttir. mbl.is/Jim Smart

Margar þjóðþekktar konur hafa stigið sín fyrstu spor í Ungfrú Ísland. Smartland tók saman lista af flottum konum sem hafa tekið þátt í Ungfrú Ísland. 

Lögfræðingurinn Unnur Birna Vilhjálmsdóttir vann Ungfrú Ísland árið 2005 og vann síðan Ungfrú heim í kjölfarið. Móðir hennar Unnur Steinsson vann Ungfrú Ísland árið 1983 og lenti í topp 5 í Ungfrú heimi. 

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona. mbl.is/Jim Smart

Sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir vann Ungfrú Ísland 2003. Sama ár lenti lífstílsbloggarinn Tinna Alavis í öðru sæti. 

Fegurðargenið rennur í blóðinu.
Fegurðargenið rennur í blóðinu. mbl.is/Jón Svavarsson

Vinnustaðasálfræðingurinn Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir vann keppnina árið 2001. 

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrir miðju.
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrir miðju. mbl.is/Halldór Kolbeins

Fatahönnuðurinn Manúela Ósk Harðardóttir vann keppnina árið 2002 í eftirminnilegum kjól sem Mike Tyson gaf henni. 

Manuela Ósk Harðardóttir.
Manuela Ósk Harðardóttir. mbl.is/Jón Svavarsson

Linda P., fyrrverandi eigandi Baðhússins, var kosin Ungfrú Ísland árið 1988 og í kjölfarið var hún kosin fegursta kona heims. 

Linda Pétursdóttir.
Linda Pétursdóttir. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA og eiginkona Bubba Morthens, vann titilinn fegurðardrottning Íslands árið 1995. 

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta Gylfa Sigurðssonar, vann keppnina árið 2008. 

Alexandra Helga Ívarsdóttir fyrir miðju.
Alexandra Helga Ívarsdóttir fyrir miðju. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Bryndís Schram, fyrrverandi sjónvarpskona og sendiherrafrú, vann keppnina árið 1957. 

Bryndís Schram ásamt eiginmanni sínum Jóni Baldvini Hannibalssyni.
Bryndís Schram ásamt eiginmanni sínum Jóni Baldvini Hannibalssyni. mbl.is/Freyja Gylfa

Leikkonan Sigríður Þorvaldsdóttir var krýnd Ungfrú Ísland árið 1958. 

Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona ásamt dætrum sínum.
Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona ásamt dætrum sínum. mbl.is/Jón Svavarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál