Slógu fyrst í gegn í Ungfrú Ísland

Tinna Alavis lenti í 2. sæti en Ragnhildur Steinunn bar ...
Tinna Alavis lenti í 2. sæti en Ragnhildur Steinunn bar sigur úr býtum. Í þriðja sæti varð Regína Diljá Jónsdóttir. mbl.is/Jim Smart

Margar þjóðþekktar konur hafa stigið sín fyrstu spor í Ungfrú Ísland. Smartland tók saman lista af flottum konum sem hafa tekið þátt í Ungfrú Ísland. 

Lögfræðingurinn Unnur Birna Vilhjálmsdóttir vann Ungfrú Ísland árið 2005 og vann síðan Ungfrú heim í kjölfarið. Móðir hennar Unnur Steinsson vann Ungfrú Ísland árið 1983 og lenti í topp 5 í Ungfrú heimi. 

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona. mbl.is/Jim Smart

Sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir vann Ungfrú Ísland 2003. Sama ár lenti lífstílsbloggarinn Tinna Alavis í öðru sæti. 

Fegurðargenið rennur í blóðinu.
Fegurðargenið rennur í blóðinu. mbl.is/Jón Svavarsson

Vinnustaðasálfræðingurinn Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir vann keppnina árið 2001. 

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrir miðju.
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir fyrir miðju. mbl.is/Halldór Kolbeins

Fatahönnuðurinn Manúela Ósk Harðardóttir vann keppnina árið 2002 í eftirminnilegum kjól sem Mike Tyson gaf henni. 

Manuela Ósk Harðardóttir.
Manuela Ósk Harðardóttir. mbl.is/Jón Svavarsson

Linda P., fyrrverandi eigandi Baðhússins, var kosin Ungfrú Ísland árið 1988 og í kjölfarið var hún kosin fegursta kona heims. 

Linda Pétursdóttir.
Linda Pétursdóttir. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri FKA og eiginkona Bubba Morthens, vann titilinn fegurðardrottning Íslands árið 1995. 

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta Gylfa Sigurðssonar, vann keppnina árið 2008. 

Alexandra Helga Ívarsdóttir fyrir miðju.
Alexandra Helga Ívarsdóttir fyrir miðju. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Bryndís Schram, fyrrverandi sjónvarpskona og sendiherrafrú, vann keppnina árið 1957. 

Bryndís Schram ásamt eiginmanni sínum Jóni Baldvini Hannibalssyni.
Bryndís Schram ásamt eiginmanni sínum Jóni Baldvini Hannibalssyni. mbl.is/Freyja Gylfa

Leikkonan Sigríður Þorvaldsdóttir var krýnd Ungfrú Ísland árið 1958. 

Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona ásamt dætrum sínum.
Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona ásamt dætrum sínum. mbl.is/Jón Svavarsson
mbl.is

Fimm leiðir að rómantískara kynlífi

21:00 Kynlíf er alls ekki það eina sem skiptir máli í samböndum, en ef þið náið að beisla mátt rómantíkurinnar sem gleymist oft í hinum grámyglulega hversdagsleika, getur það verið ákaflega gott fyrir sambandið. Meira »

Komdu þér í gönguform á fjórum vikum

18:00 Langar þig að labba Laugaveginn í sumar en ert í ömurlegu gönguformi? Hér er fjögurra vikna áætlun frá fjalladrottningu Íslands sem kemur þér í gönguform. Meira »

Sumarlegar stjörnur á rauða dreglinum

15:00 Litir, munstur og afslappaður stíll einkennir fatnað stjarnanna sem mættu á Tribeca-kvikmyndahátíðina í ár. Það er greinilegt að sumarið er að koma í New York. Meira »

Nauðsynlegt að nota maska út af fluginu

12:00 Einhildur Ýr Gunnarsdóttir, snyrtifræðingur og flugfreyja, hugsar vel um heilsuna og útlitið. Ég spurði hana spjörunum úr.   Meira »

Pínulítið erfitt fyrir lúxuspöddur frá Íslandi

09:00 Kristín Ýr Gunnarsdóttir er nýkomin heim frá Marokkó þar sem hún fór í jóga- og surfferð með átta vinkonum sínum.   Meira »

Í 430.000 króna hermannadragt

06:00 Segja má að það hafi verið tískuárekstur í Hvíta húsinu á dögunum þegar Melania Trump klæddist í hermannadragt og forsetafrú Argentínu mætti skóm frá skóhönnuðinum sem er í máli við hönnunarfyrirtæki Ivönku Trump. Meira »

Sonurinn fæddist korteri fyrir sýningu

í gær Litlu munaði að Arnmundur Ernst Backman kæmist ekki á svið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi því hann var staddur uppi á fæðingardeild ásamt unnustu sunni, Ellen Margréti Bæhrenz, þar sem hún var að eiga frumburð þeirra. Meira »

Fögnuðu komu hamborgara-mánaðarins

Í gær, 23:59 Maí er alþjóðlegur mánuður hamborgaranna og Hard Rock Cafe Reykjavík tók forskot á sæluna og buðu gestum upp á gómsæta hamborgara og svalandi kokteila. Meira »

Tobba og Kalli selja íbúðina

í gær Tobba Marinósdóttir og Karl Sigurðsson hafa sett hlýlega íbúð sína við Ránargötu 2 á sölu. Íbúðin er 94 fm að stærð.   Meira »

Fjölnisvegur 11 kominn aftur á sölu

í gær Þingholtin eru eftirsótt hjá hinum ríku og frægu á Íslandi. Nú er eitt eftirsóttasta hús hinna ríku komið á sölu en það stendur við Fjölnisveg 11. Það var í eigu Kotasælu ehf. en er nú í eigu Sonju ehf. Meira »

Heitur pottur á svölunum í Garðabæ

í gær Við Lynghóla í Garðabæ stendur ákaflega sjarmerandi hús sem hannað var að innan af Helgu Vilmundardóttur.   Meira »

Sló sér upp með tengdamömmu sinni

í gær „Ég hitti konuna mína þegar við vorum í háskóla. Mamma hennar var vel útlítandi og indæl, en eftir því sem tíminn leið urðum við nánari. Eitt leiddi af öðru og að lokum vorum við farin að kúra, fyrst fullklædd og síðan nakin.“ Meira »

Töffaraskapur í Kópavogi

í gær Í huggulegri blokk við Ásakór má finna stórglæsilega þriggja herbergja íbúð. Eignin, sem er 105 m², er bæði sérdeilis smekkleg, auk þess sem töffaraskapurinn er í hámarki. Meira »

Ósiðsamlegt kósýkvöld

27.4. „Ég vann eitt sinn með gagnkynhneigðum hjónum á fimmtugsaldri, en þau leituðu til mín vegna fótablætis eiginmannsins. Maðurinn átti í stökustu vandræðum með að hafa stjórn á sér í kringum fætur kvenna, iðulega fætur eiginkonu sinnar.“ Meira »

Kynlíf allra meina bót

í fyrradag Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á heilsusamlega kosti þess að stunda kynlíf reglulega. Kynlíf getur bætt svefn, styrkt vöðva og jafnvel dregið úr líkum á hjartaáfalli svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Endurinnréttaði heimili foreldra sinna

27.4. Mila Kunis tók hús foreldra sinna, æskuheimil sitt, í gegn. Stórkostlegur munur er á íbúðinni eftir breytingarnar en hún hafði verið eins í rúm 20 ár. Meira »