Greta Salóme glímir við 200 kg mann

Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, heldur á Gretu Salóme með annarri.
Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, heldur á Gretu Salóme með annarri.

Söngkonan Greta Salóme reynir að kljást við Fjallið í sínu nýjasta myndbandi, My Blues feat. Það tekur á enda var hann rúmlega 200 kg síðast þegar hann steig á vigtina. 

Myndbandið var tekið upp í febrúar og greindi Smartland frá því að Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, hafi notað söngkonuna sem lóð. 

„Bæði eru þau í góðu lík­am­legu formi þó svo að hann sé risa­stór og hún ör­lítið nett­ari. Greta Salóme er ný­kom­in heim frá Taílandi þar sem hún var í æf­inga­búðum. Nú vinn­ur hún hörðum hönd­um að því að koma út nýju lagi. 

Á dög­un­um stóðu upp­tök­ur yfir á nýju tón­list­ar­mynd­bandi söng­kon­unn­ar. Mynd­bandið, sem fram­leitt er af SI­LENT, var tekið upp í lík­ams­rækt­ar­stöð Hafþórs Júlí­us­ar, The Power Gym, sem er í Auðbrekku í Kópa­vogi. Það var vel við hæfi að mynd­bandið væri tekið upp þar því fjallið, Hafþór Júlí­us, leik­ur á móti Gretu Salóme í mynd­band­inu,“ sagði í frétt Smartlands í febrúar. 

 

 

Greta Salóme.
Greta Salóme.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál