Hélt að hann gæti lært að elska Díönu

Díana og Karl á giftingardaginn, 29.júli 1981.
Díana og Karl á giftingardaginn, 29.júli 1981. Af Wikipedia

Karl Bretaprins gekk að eiga Díönu prinsessu árið 1981 eftir ákaflega stutt samband, en eins og fram kemur í frétt People höfðu þau einungis farið á 12 stefnumót þegar prinsinn bar upp stóru spurninguna.

Þá er því einnig haldið fram að Bretaprinsinn hafi talið sig geta lært að elska eiginkonu sína með tíð og tíma, þó að hann hafi ekki þekkt hana vel þegar hann ákvað að gera hana að eiginkonu sinni.

„Hann var augljóslega þjakaður, en hann sagði að Díana væri einhver sem hann teldi sig geta lært að elska,“ sagði Sally Bedell Smith, höfundur bókarinnar Prince Charles: The Passions and Paradoxes of an Improbable Life í samtali við tímaritið People.

„Hann horfði til hjónabands ömmu sinnar og afa, sem giftust ekki af ást, og hugsaði með sér að ef þau gætu látið hjónabandið ganga gæti hann það líka.“

Þá heldur Bedell Smith því einnig fram að prinsinn hafi upplifað mikinn þrýsting, og í kringum þrítugt hafi hann ákveðið að festa ráð sitt.

„Ég var steinhissa þegar ég komst að því að þau höfðu einungis hist 12 sinnum áður en þau trúlofuðu sig. Eftir að þau trúlofuðu sig fór Karl í sex vikna langt ferðalag. Hann þurfti að sinna skyldum sínum, en hún vildi að hann yrði eftir hjá sér. Þarna var hún ein í Buckingham-höll, sem minnir á stóra skrifstofubyggingu, og er frekar fráhrindandi fyrir 19 ára stúlku.“

Díana var tvítug þegar hún og Karl Bretaprins gengu í …
Díana var tvítug þegar hún og Karl Bretaprins gengu í hjónaband. Þá var hann 31 árs. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál