Kjóllinn rýkur úr hillunum

Kjóllinn sem Katrín skartaði er ákaflega vinsæll.
Kjóllinn sem Katrín skartaði er ákaflega vinsæll. AFP

Katrín, hertogaynja af Cambridge, hefur mikil áhrif á kauphegðun kvenna út um víða veröld. Margir eru ákaflega hrifnir af stíl hennar, og þykir hún vera ein best klædda kona heims. Þar af leiðandi rjúka þær flíkur sem hertogaynjan klæðist opinberlega jafnan úr hillunum.

Á dögunum, nánar tiltekið síðastliðinn þriðjudag, skellti hertogaynjan sér út á lífið og klæddist vínrauðum blúndukjól úr smiðju Marchesa Notte eins og fram kemur í frétt Vogue. Nú er kjóllinn nær uppseldur, enda tóku kaupglaðar konur við sér um leið og myndir fóru að berast. Kjóllinn var meðal annars fáanlegur á síðu Net-A-Porter og kostaði 135 þúsund krónur.

Ekki eru þó allir sammála um  ágæti tískuvitundar Katrínar. Sumir vilja hreinlega meina að hún klæði sig eins og gömul kona.

Frétt mbl.is: Katrín klæðir sig eins og gömlu konurnar

Kjóllinn er nær uppseldur.
Kjóllinn er nær uppseldur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál