Það vissi enginn að við hefðum gift okkur

Berglind og Einar Tómas skelltu sér í ógleymanlega ferð til …
Berglind og Einar Tómas skelltu sér í ógleymanlega ferð til Taílands í stað þess að standa í gegndarlausu brúðkaupsveseni. Ellen Rós og Björn Marínó Einarsbörn voru einnig lukkuleg með ferðina. Ljósmynd/Phamai Techaphan

Bónorð eru jafn mismunandi og þau eru mörg, en segja má að sumir leggi þó meira á sig en aðrir til að koma ástinni sinni á óvart. Blaðamaður fór á stúfana og þefaði uppi nokkur ástfangin pör sem trúlofuðu sig nýverið, en bónorðin eiga það öll sameiginlegt að hafa verið í rómantískara lagi. 

„Við fórum heim í sveitina til mömmu og pabba yfir páskana, en hann gaf mér handgert páskaegg frá Hafliða Ragnarssyni. Svo þegar ég opnaði eggið, um miðjan páskadag, datt gyllt askja úr því. Ég vissi ekkert hvað þetta var, en opnaði öskjuna og inni í henni var hringur. Síðan las ég málsháttinn, en á honum stóð „mín ósk er að vera þinn að eilífu fagra mær“ sem er textabrot úr lagi sem við hlustuðum oft á. Ég kveikti ekki alveg strax, fyrr en hann bar síðan spurninguna upp sjálfur,“ segir Berglind Kjartansdóttir aðspurð hvernig eiginmaður hennar, Einar Tómas Björnsson, bar upp stóru spurninguna.

„Hann var búinn að skipuleggja þetta heillengi, í janúar hafði hann farið í Sign að velja hring. Síðan hafði hann hitt Hafliða og beðið hann að útbúa páskaeggið,“ segir Berglind, og bætir við að hana hafi ekki grunað neitt.

„Ég viðurkenni að ég brast smá í grát og stelpurnar mínar skildu ekkert hvers vegna mamma þeirra var að fella tár. Ég bjóst alls ekki við þessu.“

Skötuhjúin trúlofuðu sig páskana 2014 og ætluðu að ganga í það heilaga sumarið 2016. Bæði voru þau þó í námi og vinnu, og álagið eftir því. Einar Tómas, sem er ekki gefinn fyrir að feta troðnar slóðir, tók þá málin í eigin hendur og bókaði flug fyrir fjölskylduna til Taílands.

„Ég var búin að vinna fjórar næturvaktir í röð og var mjög þreytt. Síðan þegar ég var nýsofnuð segir hann mér að hann hafi fundið ódýrt flug til Taílands, en hann hafði lengi velt því fyrir sér hvort við ættum ekki að fara þangað til að gifta okkur og sleppa öllu þessu brúðkaupsveseni. Ég var hálfsofandi og sagði honum að við þyrftum að skoða þetta, en þegar ég vaknaði var hann auðvitað bara búinn að bóka flugið,“ segir Berglind, en skötuhjúin skelltu sér til sýslumanns skömmu áður en þau héldu utan.

„Við flugum út í desember síðastliðinn, en það vissi enginn að við hefðum gift okkur. Þá höfðum við látið fólk vita að við ætluðum að fresta brúðkaupinu. Þegar við síðan komum til Taílands létum við sauma á okkur föt, létum sérsmíða hringa og fórum í brúðarmyndatöku á ströndinni. Á aðfangadag tilkynntum við síðan á Facebook að við værum búin að gifta okkur.“

Ljósmynd/Phamai Techaphan
Ljósmynd/Phamai Techaphan
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál