Hefur spanderað átta milljónum í föt á árinu

Katrín lætur ekki sjá sig í neinum lörfum.
Katrín lætur ekki sjá sig í neinum lörfum. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge, sem eitt sinn var þekkt fyrir að nýta fötin sín vel og ganga í fatnaði í ódýrari kantinum, virðist hætt þeirri iðju en samkvæmt frétt Daily Mail stefnir hún í að eyða meiru í föt og fylgihluti í ár en nokkru sinni fyrr.

Samkvæmt frétt miðilsins var samanlagt verðmæti flíkanna sem Katrín klæddist árið 2015 í kringum 43 þúsund sterlingspund, eða sex milljónir íslenskra króna. Þá voru meðtaldar flíkur sem hún hafði áður skartað. Árið 2016 var fatnaður hennar þó töluvert dýrari, eða 174 þúsund pund, sem samsvarar rúmum 24 milljónum íslenskra króna. Þá voru aftur taldar með flíkur sem Katrín dró fram úr skápnum og dustaði rykið af.

Nú stefnir þó í metár hjá hertogaynjunni enda er hún búin að eyða 57 þúsund sterlingspundum, eða tæpum átta milljónum króna, í föt og fylgihluti það sem af er ári. Og þá er einungis verið að tala um glænýjar flíkur.

Það er eins gott að konungsfjölskyldan er ekki á flæðiskeri stödd.

Katrín má eiga það að hún er alltaf vel til …
Katrín má eiga það að hún er alltaf vel til höfð. AFP
Föt Katrínar hafa verið í dýrari kantinum undanfarið.
Föt Katrínar hafa verið í dýrari kantinum undanfarið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál