Mikilvægt að skipta um vatn í búrinu

Björg Magnúsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Björg Magnúsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Björg Magnúsdóttir, einn af umsjónarmönnum Síðdegisútvarpsins á Rás 2, er stödd í Berlín þar sem hún upplifir hipsteraparadís Berlínarborgar. Hún býr í hverfinu Neukölln ásamt eiginmanni sínum, York Underwood. Saman ætla þau að dvelja í Berlín fram á sumar. 

Hvernig kom þetta til?

„Á hráslagalegum nóvembermorgni sendi Ingólfur Bjarni Sigfússon, nýmiðlastjóri RÚV, póst til allra starfsmanna með subjectinu: Langar þig að vinna á þýskri ritstjórn í sumar? og ég hugsaði augljóslega: Uu já! og sótti um í prógramm á vegum alþjóðlegu blaðamannasamtakanna IJP, sem senda fjölmiðlafólk út um allan heim í alls kyns ferðir á hverju ári. Ég endaði á fjölmiðlinum Deutsche Welle sem er alþjóðlegur miðill hér í Þýskalandi og flytur fréttir á 30 tungumálum (tékkið á www.dw.com). Mér var skellt inn á enskumælandi ritstjórn – þýskan er enn takmörkuð – í mjög skemmtilegri menningardeild. Hér með fær Ingó þakkir fyrir að vera áhrifavaldur í mínu lífi,“ segir Björg.  

Underwood-hjónin, York og Björg.
Underwood-hjónin, York og Björg.

Hvaða væntingar hefur þú til dvalarinnar?

„Ef við tölum um vinnuna þá langar mig að læra nýja hluti í mínu fagi, kynnast öðruvísi tækni, hugsunarhætti og hugmyndum. Ef við tölum um líf í Berlín er ég fyrst og fremst spennt fyrir því að búa í stórborg með öllum möguleikum sem því fylgir. Þegar ég kem heim vona ég síðan að ég verði heilsteyptari karakter að öllu leyti. Gáfaðri, víðsýnni, almennilegri ... þið vitið. Nei, öllu gamni slepptu þá er held ég mjög mikilvægt að skipta reglulega um vatn í fiskabúrinu.“ 

Hvað gerir alla daga innihaldsríkari?

„Ég fæ mjög mikið út úr því að horfa og hlusta á ókunnugt fólk í lestinni. Það er eðlilegt að stara þar.“

Hjónin í lestinni.
Hjónin í lestinni.

Ef þú ættir að veita einhverjum orðu, hver fengi hana og hvers vegna?

„Einstæðir foreldrar eru stjörnur samtímans og ættu að njóta mikillar virðingar. Þó að ég þekki ekki þessar aðstæður persónulega og sé kannski ekki endilega að reyna að koma mér í þær, þarf engan geimvísindamann til að átta sig á því hversu óeigingjarnt og krefjandi hlutverk það er að þurfa ein eða einn að díla við barn eða börn.“

Hvert dreymir þig um að komast í lífinu?

„Í aðstæður þar sem ég er engum háð.“

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu?

„Ég reikna með að mér verði hent beint í þrælakistuna þegar ég kem aftur heim úr þessari skiptivinnu hér í Berlín, þannig að ég mun líklegast sitja vaktina frekar stíft í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 ... sem er nú reyndar alls ekki leiðinlegt, frekar mikið forréttindastarf að fá að tala við áhugavert fólk allan daginn.“

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera um helgar?

„Ég og maðurinn minn erum mjög samstíga í því að vilja sjá og heyra nýja hluti þegar við höfum tækifæri til, borða góðan mat og vera í almennilegum félagsskap. Þetta er algjört fegurðardrottningarsvar en dagsatt.“

Fanney Birna Jónsdóttir, Martin Eyjólfsson og Björg Magnúsdóttir í Berlín.
Fanney Birna Jónsdóttir, Martin Eyjólfsson og Björg Magnúsdóttir í Berlín.
Björg með kærustuparinu Árnýju og Daða.
Björg með kærustuparinu Árnýju og Daða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál