Áfall þegar hann var kominn með aðra

Ragnheiður Eiríksdóttir prýðir forsíðu MAN.
Ragnheiður Eiríksdóttir prýðir forsíðu MAN.

Nýjasta tölublað MAN var að koma út. Forsíðuna prýðir Ragnheiður Eiríksdóttir 

„Það eru fimm ár síðan við skildum en hjónabandið kláraðist einfaldlega einn daginn þegar mér var tilkynnt það. Það kom mér algjörlega í opna skjöldu á þeim tíma, það var komin kona í minn stað og það reyndist mér mikið áfall. Auðvitað sé ég núna að þetta var búið og það var það, hann sá það en ekki ég. Í dag er ég frámunalega þakklát fyrir að hann hafi séð þetta því fyrir mér þýddi skilnaðurinn algjöra endurfæðingu. Ég held að fólk sé stundum í einhverjum aðstæðum án þess að átta sig á því hvert það er komið. Það var þannig með mig. Ég var ekki að lifa í sjálfri mér nema svona 70 prósent. Ómeðvitað skrúfaði ég mig niður og það var ekkert honum að kenna. Þakklæti mitt er því gegndarlaust í dag - í fyrsta lagi fyrir það að taka þetta skref og ef hann þurfti að finna sér aðra konu til að hafa kjarkinn þá verður að hafa það. Þó það hafi verið sársaukafullt á sínum tíma, ég var algjört flak,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir í viðtali við MAN. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál