„Þetta er búið að vera alveg klikkað“

James Day ásamt eiginkonu sinni.
James Day ásamt eiginkonu sinni. ljósmynd/James Day

Ástralski ljósmyndarinn James Day er staddur á Íslandi en hann komst í heimspressuna á dögunum þegar brúðkaupsmynd sem hann tók af þeim Adrian og Roslyn fór eins og eldur um sinu á internetinu og greindi mbl.is meðal annars frá myndinni. Day er hér á landi ásamt eiginkonu sinni en nýgiftu hjónin Adrian og Roslyn eru líka á landinu. Smartland fékk að heyra í honum. 

Myndin sem Day öðlaðist frægð fyrir sýnir einlæga tilfinningu og telur Day að það sé ástæðan fyrir því að milljónir manna um allan hem hafi hrifist af myndinni en sjálfur er hann í hálfgerðu áfalli yfir allri athyglinni.

Hann segir að fólk sé orðið þreytt á myndum með gervitilfinningum. „Þetta var alvöru stund þar sem parið var í engri tengingu við myndavélina og var í 100% sambandi við hvort annað,“ sagði Day. 

James Day hefur myndað um 650 brúðkaup síðustu 14 árin en hefur aldrei fengið eins mikla athygli eins og um daginn. Hann segir að að síðustu dagar hafi verið gjörsamlega klikkaðir en þúsundir manna sem hafa tengt við myndina umtöluðu hafa haft samband við hann. „Allir hafa sína sögu að segja og það er búið að vera yndislegt að heyra frá þeim öllum,“ sagði Day. 

Lykillinn að góðri brúðkaupsmynd er að hún segi þýðingarmikla sögu að mati Day. „Ég held að frábær brúðkaupsmynd ætti að geta tekið þig aftur í tímann og minnt þig á hvernig þér leið á þessu augnabliki,“ sagði Day aðspurður hver sé lykillinn að góðri brúðkaupsmynd.

Day náði því á mynd á Íslandi þegar Adrian og …
Day náði því á mynd á Íslandi þegar Adrian og Roslyn sáu brúðkaupsmyndina sína í fyrsta skipti ljósmynd/James Day

Eins og áður sagði þá er James Day staddur á Íslandi og er það algjör draumur fyrir ljósmyndara „Ég held ég gæti bara lokað augunum og beint myndavélinni í hvaða átt sem er og tekið góða mynd,“ segir hann um Ísland en bætir því við að hann muni eflaust þurfa koma aftur.

Tíu daga ferðalagið hringinn í kringum landið með eiginkonunni hefur snúist að miklu leyti um að svara fyrirspurnunum frá fjölmiðlum og öðrum aðilum sem þarf að svara. Þrátt fyrir það hefur hann getað skoðað ýmislegt og stendur Jökulsárlón upp úr enn sem komið er. „Ég gleymi því aldrei ég þegar ég sá það fyrst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál