Ástin gerir heiminn að betri stað

Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir skipa hljómsveitina Sycamore Tree.
Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir skipa hljómsveitina Sycamore Tree. Ljósmynd/Saga Sig

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson eru saman í hljómsveitinni Sycamore Tree. Í dag kemur þeirra þriðja lag út. Það heitir Home. 

„Við erum að vinna að plötu sem kemur út seinna á árinu og við munum fram að því senda frá okkur sýnishorn af henni af og til. Hjá okkur gerast hlutirnir mjög „organic“ og einhvern veginn eins og þeir eiga að gerast. Hvaða lag við sendum frá okkur í hvert sinn er nánast tilviljun,“ segir Gunni. 

Hann og Ágústa Eva eru mjög þakklát fyrir góðar móttökur á hinum lögunum tveimur sem þau hafa gefið út. 

„Við erum svo innilega þakklát og auðmjúk yfir viðtökunum sem fyrstu lögin okkar hafa fengið og sem listamenn er ekki hægt að upplifa meiri gleði en þá að geta snert tilfinningar fólks.   Lagið Home er eitt af þessum lögum sem varð til ansi hratt. Meginhluti lagsins varð til seint um kvöld og var að gerjast í kollinum á mér alla nóttina og þegar ég vaknaði daginn eftir kláraði ég það nánast á nokkrum mínútum. Ágústa Eva var á leið upp á flugvöll þann daginn og ákvað að koma við hjá mér og þar fullmótuðum við lagið saman. Við leyfðum því bara nokkurn vegin að halda sér eins og við skildum við það þennan morgun rétt fyrir páska. Það er mjög góð tilfinning að semja lag vitandi að Ágústa Eva mun syngja það,“ segir hann.

Myndirnar af Gunna og Ágústu Evu voru teknar heima hjá henni þar sem hún býr í Hveragerði. Gunni segir að myndirnar séu teknar á þeim stað sem þau sitja oftast og æfa sig. 

„Okkur fannst það tilvalið þar sem það heitir Home. Textinn fjallar um ástina og hvað hún gerir heiminn fallegri. Heim sem þessa dagana vantar meiri ást og jákvæðni í. Lagið er eins og önnur lög Sycamore Tree unnið með Ómari Guðjónssyni sem er okkar pródúsent ásamt strengjameistaranum Bjarna Frímanni Bjarnasyni og Magnúsi Öder sem sér um hljóðblöndun. Þeir eru algert draumateymi enda allir snillingar á sínu sviði og forréttindi fyrir okkur að vera með þeim í sama herbergi til að byrja með.“

HÉR er hægt að hlusta á lagið á Spotify.

Myndin var tekin af Gunna og Ágústu Evu heima hjá …
Myndin var tekin af Gunna og Ágústu Evu heima hjá henni í Hveragerði. Ljósmynd/Saga Sig
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál