Þóra og Melania báðar í svörtu

Matthildur drottning Belgíu, Melania Trump og Þóra Margrét Baldvinsdóttir.
Matthildur drottning Belgíu, Melania Trump og Þóra Margrét Baldvinsdóttir. Ljósmynd/Samsett

Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, voru báðar svartklæddar á fundi í Brussel. Fundurinn var haldinn svo leiðtogar Atlantshafsbandalagsins gætu rætt málin. Í þessari ferð voru makar leiðtoganna með í för.

Á meðan frú Trump klæddist þröngum kjól með berum öxlum var Þóra Margrét í kjól með kvartermum.

Matthildur drottning Belgíu var hins vegar í hvítum kjól með rauðu munstri. Klæðaburður hinna eiginkvennanna var jafnmisjafn og þær eru margar eins og myndirnar sýna.

Þóra Margrét hefur oft raðað sér á lista yfir best klæddu konur Íslands. Hún er innanhússráðgjafi og stýrir þættinum Falleg íslensk heimili sem sýndir eru á Stöð 2. 

mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál