Mér fannst ekki vera neitt að hjá mér

„Ég stóð ekki uppi á bíl með 100 þúsund manns að fagna, nýkominn af Ólympíuleikunum og sagði að fimm árum seinna ætlaði ég að vinna í fiskbúð. En ég verð nú að segja að það var töluvert gæfuspor,“ segir Sigfús Sigurðsson, ein silfurhetja okkar úr handboltanum og atvinnumaður til margra ára í handbolta. „Mér finnst lífið æðislegt,“ segir hann. „Ég myndi ekki vilja breyta því eins og það er í dag.“

Sigfús er gestur þáttarins Ný sýn sem sýnd er í Sjónvarpi Símans í kvöld. Sigfús lék 161 landsleik þrátt fyrir brösuga byrjun vegna vímuefnavanda.

„Sem krakki; átta, níu og tíu ára gamall, var ég mjög óheiðarlegur í öllu sem ég var að gera. Ég var að krota yfir einkunnaspjöldin og stela í sjoppunni. Ég var lyginn og óheiðarlegur í alla staði,“ segir hann. Það hafi síðar endurspeglast í alkóhólismanum.

Sigfús lýsir lífi sínu í dag og hvernig hann glutraði draumastarfinu sínu niður en náði að byggja sig upp og ná því aftur 27 ára gamall, búinn að rétta sig af og skrifaði nafn sitt í sögubækurnar.

Þátturinn með Sigfúsi Sigurðssyni er fjórði í röð fimm þátta þar sem þekktir landsmenn segja frá því hvernig þeir tókust á við erfiða lífreynslu. Söngkonan Svala Björgvins var í þeim fyrsta, svo Stefán Karl Stefánsson leikari, þá Karl Berndsen og nú Sigfús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál