„Ég á ekkert einkarétt á vandamálum“

Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir prýðir forsíðu MAN.
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir prýðir forsíðu MAN.

Líf Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur tók U-beygju þegar hún hnaut um ástina í lífi sínu. Hún prýðir forsíðu MAN sem kom út í dag en í viðtalinu fer hún um víðan völl. 

Gulla, eins og hún er kölluð, hitti Sæmund í kjölfar mikils áfalls í hennar lífi. Margir muna líklega þegar hún sagði átakanlega sögu sína í umfjöllun um staðgöngumæðrun í Kastljósi árið 2015, sögu sem lét fáa áhorfendur ósnortna. 

„Ég hef í gegnum tíðina glímt við eitt og annað. Mínir tryggustu samferðamenn í lífinu hafa verið félagarnir þunglyndi, kvíði, meðvirkni og fíknihegðun. Þessa gaura þurfti ég algjörlega að horfa á upp á nýtt því það var ekki lengur neitt skjól. Það var ekki lengur neinn félagslegur skilningur á þessu. Þeir sem ég hafði umgengist fram að þessu þekktu þessar sveiflur mínar og sýndu þeim skilning. Þarna var því ekki að heilsa, viðbrögðin voru meira: „What the fuck? Ætlar þú ekki að koma með mér í fjósið í dag?“ Þetta ferli hefur líka verið rosalega gott, gaman og erfitt.

Ég á ekkert einkarétt á vandamálum enda gríðarlega algengt að fólk glími við það sama og ég og í ljós kom að Sæmundur var að glíma við sína drauga líka. Ég áttaði mig á því fyrir margt löngu hvað það er nauðsynlegt að tala upphátt um alla hluti og á mínu nýja ferðalagi talaði ég mikið, sem varð þá til að opna augu hans og það varð einhver tenging og sameining út úr því. Við höfum alla vega stutt hvort annað í sameiginlegri vegferð. Hann er minn besti vinur. Þetta er ekki búinn að vera neinn dans á rósum. Þetta hefur oft verið hunderfitt. Ég hef alveg átt móment þar sem ég hef hugsað: „Hvað er ég að standa í þessu – ég flyt bara í bæinn og hef það næs.“ Svo horfi ég á hann og hugsa: Æ nei ég get það ekkert,“ segir Gulla og flissar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál