Heitustu einhleypu konur landsins

ljósmynd/samsett

Smartland Mörtu Maríu hefur tekið saman lista yfir bitastæðustu einhleypu konur landsins. Þessar konur eru ekki bara huggulegar heldur vel menntaðar kjarnakonur. 

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir er einn af eigendum og stofnendum Attentus sem að gefur fyrirtækjum ráð um mannauðstjórnun. Ingunn er hámenntuð, klár og hörkudugleg kona sem er ekki hrædd við að eltast við drauma sína.

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir.
Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sunneva Eir Einarsdóttir er 21 árs samfélagsmiðlastjóri hjá umboðsskrifstofunni Eylenda. Hún er með rúmlega 15 þúsund fylgjendur á Instagram þar sem hún þykir myndarleg og flott kona og fólki finnst gaman að fylgjast með ævintýrum hennar. 

Sunneva Eir Einarsdóttir samfélagsmiðlastjóri.
Sunneva Eir Einarsdóttir samfélagsmiðlastjóri. mbl/Ófeigur Lýðsson

Maríanna Garðarsdóttir er yfirlæknir á Röntgendeild Landspítalans. Hún er einnig formaður félags íslenskra röntgenlækna og forseti Norrænu samtakanna. Maríanna er algjör dugnaðarforkur.  

Maríanna Garðarsdóttir yfirlæknir á Landspítalanum.
Maríanna Garðarsdóttir yfirlæknir á Landspítalanum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Selmu Björnsdóttur er margt til lista lagt en hún er söngkona, leikkona og leikstjóri. Selma leikur eitt af aðalhlutverkum í bíómyndinni Undir trénu sem verður frumsýnd í ágúst. 

Selma Björnsdóttir söngkona, leikkona og leikstjóri.
Selma Björnsdóttir söngkona, leikkona og leikstjóri. mbl/ Eggert Jóhannesson

Herdís Þorgeirsdóttir er hámenntaður lögfræðingur sem starfar á sviði mannréttinda. Hún er sjálfstætt starfandi og situr í stjórn evrópsku lagaakademíunnar.  

Herdís Þorgeirsdóttir.
Herdís Þorgeirsdóttir.

Unnur Eggertsdóttir er 25 ára gömul leikkona. Unnur sló í gegn í búningi Sollu stirðu en flutti síðar til Bandaríkjanna til að leggja stund á leiklist. Hún býr nú í Los Angeles og er að gera það gott. 

Unnur Eggertsdóttir.
Unnur Eggertsdóttir. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Anna Marsibil Clausen er 27 ára og stundar meistaranám í blaða-og fréttamennsku í Berkeley í Kaliforníu. Anna Marsibil vann lengi á mbl.is og hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðunni. 

Anna Marsibil Clausen.
Anna Marsibil Clausen.

Elín Metta Jensen er 22 ára landsliðskona í fótbolta. Hún hefur spilað sem framherji fyrir Val síðan árið 2010 en hún skellti sér út í nám til Florida State háskóla árið 2015, rétt eftir að hún útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík. Elín er að fara keppa í Evrópumeistaramótinu í Hollandi sem byrjar 16. júlí.    

Elín Metta Jensen landsliðskona.
Elín Metta Jensen landsliðskona. skjáskot/instagram

Ragnhildur Sveinsdóttir er nýorðin fertug. Ragnhildur er flott og veraldarvön kona og hefur búið víða. Ragnhildur býr í Barcelona en hún var gift knattspyrnumanninum Eiði Smára Guðjonshen. 

Ragnhildur Sveinsdóttir
Ragnhildur Sveinsdóttir skjáskot/instagram

Kristbjörg Kjeld er 82 ára og er ein af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar. Hún á farsælan leikferil að baki sér þar sem hún hefur leikið í mörgum af stærstu kvikmyndum á Íslandi. Kristbjörg hefur unnið mikið af verðlaunum fyrir leik sinn en hreppti Grímuna fyrr í sumar fyrir leikkonu ársins í aukahlutverki.  

Kristbjörg Kjeld leikkona.
Kristbjörg Kjeld leikkona. mbl/Eggert Jóhannesson

Dóra Jóhannsdóttir er 36 ára gömul leikkona. Dóra þykir ein fyndnasta kona landsins en hún fer fyrir spunahópnum Improv Ísland auk þess að vera hasla sér völl sem leikstjóri. 

Dóra Jóhannsdóttir.
Dóra Jóhannsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Drew Barrymore er snyrtivörufíkill

06:00 Leikkonan Drew Barrymore á veglegt safn af snyrtivörum enda lýsir hún sjálfri sér sem snyrtivörufíkli.   Meira »

Merki fyrir konur í yfirstærð á NYFW

Í gær, 23:59 Tískuhúsið Torrid verður fyrsta merkið fyrir konur í yfirstærð sem sýnir hönnun sína á tískuvikunni í New York.   Meira »

Sjö ráð fyrir betra kynlíf

Í gær, 21:00 Bandaríska lífsstílstímaritið Brother tók saman nokkrar rannsakaðar staðreyndir sem gera kynlífið betra.   Meira »

Óli Stef og Kristín selja slotið

Í gær, 18:00 Á Sjafnargötu í miðbæ Reykjavíkur stendur stórglæsilegt einbýlishús í eigu handboltastjörnunnar Ólafs Stefánssonar og konu hans Kristínar Soffíu Þorsteinsdóttur. Meira »

Fangelsi breytt í lúxushótel

Í gær, 15:00 Það eru ekki margir sem geta ímyndað sér að borga tugi þúsunda króna til þess að gista í fangelsi yfir nótt. Samt sem áður hefur fangelsum út um allan heim verið breytt í falleg lúxushótel sem fólk keppist um að fá að gista í. Meira »

Stjörnurnar hafa tjáð sig um fósturmissi

Í gær, 12:00 Fósturmissir er oft eitthvað sem fólk talar ekki mikið um en þó eru nokkrar stjörnur sem hafa tjáð sig málefnið og sagt frá sinni reynslu. Meira »

Morgunmatur á dag veldur þyngdartapi

í gær Ef þig langar að losa þig við aukakílóin er lykillinn fólginn í því hversu stórar máltíðir þú borðar og hvenær þú borðar þær samkvæmt nýjustu rannsóknum. Meira »

Breytir þegar maðurinn er ekki heima

Í gær, 09:00 Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, á undursamlega fallegt heimili í Kópavogi þar sem speglar og annað fínerí fær að njóta sín. Meira »

Fyrrverandi kærastinn eftirsóttari

í fyrradag „Út á við er ég alltaf róleg, jafnvel þegar ég sé hann í sleik við einhverjar aðrar stelpur beint fyrir framan nefið á mér. En inni í mér er ég öskureið.“ Meira »

Arna Ýr aftur í fegurðarsamkeppni

í fyrradag Eftir að athugasemdir um holdafar hennar í Miss Grand International sátu í henni í nokkra mánuði hefur Arna Ýr ákveðið að taka aftur þátt í fegurðarsamkeppni í ár. Meira »

Ávanar nískra milljarðamæringa

í fyrradag Bill Gates lætur sér nægja að ganga með úr sem kostaði þúsundkall og Mark Zuckerberg keyrir um á þriggja milljóna króna Golf. Nægjusemin getur gert þig ríkan. Meira »

„Seinnipart dags breytist ég í sukkara“

í fyrradag Edda Björgvins hefur verið dugleg að stunda jóga upp á síðkastið sem hún segir það besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. Meira »

Breska konungsfjölskyldan alltaf í stíl

í fyrradag Glöggir hafa tekið eftir því að breska konungsfjölskyldan hefur klæðst svipuðum litasamsetningum í opinberum heimsóknum sínum upp á síðkastið. Meira »

Sérviskumataræði stjarnanna er slæmt

24.7. Stjörnurnar er þekktar fyrir að fara öfgakenndar leiðir til þess að grennast. Næringarfræðingar segja aðferðir þeirra misgóðar. Meira »

Svona heldur J-Lo sér í formi

23.7. Þrotlausar æfingar og stíft mataræði er galdurinn á bak við útlit leik- og söngkonunnar Jennifer Lopez en hún segir það vera vinnu að halda sér í formi. Meira »

Konan á bak við blómaskreytingar Beyoncé

23.7. Á báðum myndum Beyoncé er stórfengleg blómaskreyting fyrir aftan söngkonuna sem blómaskreytingakonan Sarah Lineberger hannaði. Meira »

Öpp sem að halda þér í formi

í fyrradag Nú til dags getur snjallsíminn hjálpað þér með nánast allt.  Meira »

Svona eru venjur orkumikils fólks

23.7. Samkvæmt rannsóknum eru fáir í heiminum sem vakna hressir og kátir á morgnana eftir góðan svefn. Flestir ganga í gegnum lífið þreyttir og lifa á kaffi og minningunni um að leggjast í hlýtt rúmið í lok dags. Meira »

Fyrsta einkaflugvélin með blæju

23.7. Gleymið blæjubílnum, nú er hægt að fá sér blæju-einkaflugvél.   Meira »

Endalaus tækifæri á Instagram

23.7. Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars segir Instagram vera skrítinn stað. En Ása nær að samtvinna tvö af sínum aðaláhugamálum, ferðalög og ljósmyndir, á Instagram. Meira »