Jafnaði sig eftir slysið við Svartahafið

Ásdís Rán er búin að eyða sumrinu í Búlgaríu.
Ásdís Rán er búin að eyða sumrinu í Búlgaríu.

Ásdís Rán lætur ekki alvarlegt slys sem hún lenti í fyrir skömmu stoppa sig. En hún hefur meðal annars eytt sumrinu í Búlgaríu. 

Ásdís Rán, sem tvíbraut mjaðmagrindina, rifbein og bein í vinstri hönd þegar hún datt aftur fyrir sig í stiga ákvað eyða tímanum sem hún er að jafna sig í sólinni frekar en uppi í sófa á Íslandi.

Ásdís Rán er greinilega öll að koma til.
Ásdís Rán er greinilega öll að koma til.

Ísdrottningin segir að sólin og sandurinn við Svartahafið hafi haft góð áhrif á sig. En hún er byrjuð að ganga og bjarga sér í flestöllu. „Það er ennþá svolítið langt í land að fullur bati náist,“ viðurkennir Ásdís Rán. 

Á meðan Ádís Rán var í Búlgaríu tók hún rassasjálfsmynd af sér sem fór beint í búlgörsku slúðurpressuna. Það er því auðséð að Ásdís Rán er hvergi af baki dottinn þrátt fyrir slysið. 

Back to reality for now ! @Icequeensnap #asdisran #theicequeen #iceland #summer

A post shared by Asdis Ran (@asdisran) on Jul 13, 2017 at 7:55am PDT

Með Ásdísi til halds og trausts í ferðinni var móðir hennar en Ásdís segir að hún hefði ekki getað bjargað sér án hennar. Elsti sonur Ásdísar, Róbert, varð tvítugur í sumar og skellti hann sér út til fjölskyldu sinnar og hélt upp á stórafmælið. 

Ásdís Rán er bjartsýn á framtíðina en það eru sjö vikur síðan að hún lenti í slysinu. Hún fer að byrja í endurhæfingu og vonast til þess að geta látið sjá sig í ræktinni fljótlega. „Þetta er allt orðið miklu auðveldara,“ segir Ásdís Rán að lokum. Hægt er að fylgjast með ævintýrum Ásdísar á Instagram og snapchat en hún er á Snapchat sem icequeensnap.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál