Sköllóttir og sexý

Það er óþarfi að óttast skallann.
Það er óþarfi að óttast skallann. mynd/samsett

Margir karlmenn óttast þann tímapunkt þegar hárið byrjar að þynnast og kollvikin hækka. Það er þó engin ástæða að óttast enda fjölmargir sköllóttir karlmenn fjallmyndarlegir. Smartland tók saman lista yfir nokkra hárlausa en glæsilega íslenska karlmenn. 

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir

Skagabræðurnir Arnar og Bjarki gerðu það gott í knattspyrnuheiminum. Eftir flottan knattspyrnuferil bæði hér heima og erlendis hafa þeir haslað sér völl í viðskiptaheiminum.

Tvíburarnir Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir.
Tvíburarnir Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir. mbl.is/Árni Sæberg

Auðunn Blöndal

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal er ef til vill sá íslenski karlmaður sem talar mest um hárleysi sitt. En Auðunn þarf engar áhyggjur að hafa enda fer hárleysið honum með ágætum. 

Auðunn Blöndal ásamt samstarfskonu sinni á stöð 2, Eddu Andrésdóttur.
Auðunn Blöndal ásamt samstarfskonu sinni á stöð 2, Eddu Andrésdóttur. mbl.is/Stella Andrea

Baltasar Breki Samper

Leikarinn Baltasar Breki hefur gert það gott í Þjóðleikhúsinu síðan hann útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands. Hann lék einnig í Ófærð, sjónvarpsþáttum sem faðir hans Baltasar Kormákur framleiddi. 

Baltasar Breki.
Baltasar Breki. ljósmynd/imdb.com

Benedikt Erlingsson

Leikarinn og leikstjórinn Benedikt Erlingsson hefur borið höfðuð hátt svo lengi sem menn muna en hann sló í gegn í Fóstbræðrum í lok 10. áratugarins. 

Benedikt Erlingsson.
Benedikt Erlingsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson

Baldur og Felix eru sannkallað „power couple“ en Baldur er prófessor í stjórnmálafræði á meðan Felix er leikari, tónlistarmaður og geysivinsæll fjölmiðlamaður. Þeir Baldur og Felix halda sér í góðu formi og hafa þeir til að mynda verið duglegir að mæta í Cross fit Reykjavík. 

Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson.
Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Egill Ólafsson

Stórsöngvarinn Egill Ólafsson hefur starfað með Stuðmönnum, Spilverki þjóðanna og Hinum íslenzka þursaflokki ásamt því að gera sína eigin tónlist og bregða sér á leiksvið af og til. 

Egill Ólafsson.
Egill Ólafsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Emil Hallfreðsson

Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson spilar knattspyrnu á Ítalíu auk þess að vera einn af lykilmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 

Rúnar og Garðar Gunnlaugssynir 

Garðar Gunnlaugsson á atvinnumannaferil að baki sér í knattspyrnu rétt eins og bræður hans. Hann og Rúnar yngri bróðir þeirra bera skallann með myndarbrag eins og aðrir á þessum lista. 

Rúnar Gunnlaugsson og Garðar Gunnlaugsson.
Rúnar Gunnlaugsson og Garðar Gunnlaugsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tómas Lemarquis

Tómas Lemarquis skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann túlkaði Nóa á eftirminnilegan hátt í kvikmyndinni Nói albínói. En Tómas er myndlistamaður og tekur reglulega að sér kvikmyndahlutverk. Hann fór meðal annars með lítið hlutverk í stórmyndinni X-Men: Apocalypse.

Tómas Lemarquis.
Tómas Lemarquis. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál