Fékk sér tattú af nafni Fanndísar

Orri Einarsson, framleiðslustjóri Áttunnar, fékk sér húðflúr með nafni Fanndísar …
Orri Einarsson, framleiðslustjóri Áttunnar, fékk sér húðflúr með nafni Fanndísar Friðriksdóttur landsliðskonu. ljósmynd/samsett

Orri Einarsson, framleiðslustjóri Áttunnar, skellti sér á húðflúrstofu í Brussel í gær og fékk sér húðflúr með nafni Fanndísar Friðriksdóttur landsliðskonu. 

„Nökkvi Fjalar skoraði á mig að fá tattú af nöfnum þeirra stelpna sem myndu skora á mótinu,“ sagði Orri þegar hann var spurður um hugmyndina á bak við húðflúrið. „Fanndís er náttúrulega sú eina sem er búin að skora hingað til þannig að við létum bara vaða í gær.“

Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta og eina mark landsliðsins á Evrópumeistaramótinu í ár í leik Íslands á móti Sviss á 33. mínútu leiksins en þess vegna lét Orri bæta tölunni '33 aftan við húðflúrið.  

Ásamt Orra eru Nökkvi Fjalar Orrason, sölu- og markaðsstjóri Áttunnar, og Hermann Árnason, útvarpsmaður Áttan FM, staddir í Rotterdam og ætla þeir að mæta á landsliðsleik Íslands við Austurríki í kvöld. Að sögn Orra er svaðaleg stemmning þarna úti og bíða þeir spenntir eftir leiknum. 

„Persónulega vona ég að stelpurnar frá Austurríki standi með mér og skori 2-3 sjálfsmörk og við vinnum 3-0,“ sagði Orri þar sem hann vill auðvitað að íslenska landsliðið vinni en án þess að þurfa að fá sér fleiri húðflúr. 

Fanndís Friðriksdóttir þegar hún fagnaði marki sínu á laugardaginn.
Fanndís Friðriksdóttir þegar hún fagnaði marki sínu á laugardaginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál