„Gítarinn fer alltaf með hvert sem ég fer“

Ágústa Eva og Gunni í Sycamore Tree gefa frá sér …
Ágústa Eva og Gunni í Sycamore Tree gefa frá sér nýtt sumarlag. ljósmynd/Saga Sig

Ágústa Eva Er­lends­dótt­ir og Gunni Hilm­ars­son eru sam­an í hljóm­sveit­inni Sycamore Tree. Í dag kem­ur út Bright New Day, nýtt lag og myndband með hljómsveitinni en horfa má á myndbandið hér að neðan.

Gunni segir það sé mikil sól í hjarta í laginu en lagið fjallar um fólk sem finnur heita ást þegar sólin skín sem hæst og á mikið ástríðusumar. Það var því tilvalið að spyrja Gunna út í sumarið hans og verslunarmannahelgina. 

Hefur þetta sumar verið eitthvað öðruvísi vegna þess að þú ert á fullu í tónlistinni?

Þetta sumar hefur verið góð blanda af tónlist og tísku. Á sama tíma og við Ágústa Eva erum búin að vera að vinna að plötunni sem kemur út í haust þá er jafnframt undirbúningur fyrir sýningarnar á sumar 2018-línunni okkar. Það er pínu erfitt að vera í núinu þegar öll sköpun er unnin inn í framtíðina en þetta passar dásamlega vel saman enda snýst hvort tveggja um að skapa góða tilfinningar hjá þeim sem hlusta og þeirra sem njóta. Sumarið er búið að vera nett kaós en svona eru þau nú venjulega hjá mér. 

Ertu búinn að gera eitthvað skemmtilegt í sumar? 

Sumarið hefur verið blanda af ferðalögum, vinnu með dásamlegu fólki, sköpun og tíma með fjölskyldu og vinum. Mín vinna er þannig að það skiptir engu máli hvar ég er og eru það mikil forréttindi. Við vorum að koma ur góðri ferð til Akureyrar með góðum vinum. 

Hvað er ómissandi á góðum sólardegi í Reykjavík?

Góða skapið ogBright NewDay meðSycamoreTree í útvarpinu. 

Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva.
Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva. ljósmynd/Saga Sig

Ertu eitthvað að spila á gítarinn í útilegum? 

Heldur betur. Gítarinn fer alltaf með hvert sem ég fer. Ef ég er ekki að vinna í eigin tónlist þá er ég að spila allt litrófið, frá Bowie til Britney og frá Bítlunum til Radiohead. Ég er alger alæta á tónlist. Sérstaklega þegar hún er sköpuð með hjartanu. Næstu helgi stefnum við á sumarbústað og þar verður spilað mikið, kannski detta inn ný lög sem lauma sér á síðustu metrunum á plötuna. Maður veit aldrei. 

Ertu með eitthvert plan um verslunarmannahelgina? 

Við höfum þá reglu að vera alltaf í bænum yfir verslunarmannahelgina. Það eru allir út úr bænum og ég elska að upplifa Reykjavík hálftóma. Reyndar hafa túristarnir eyðilagt þetta plan en við höldum samt hefðinni. 

Hvernig er hægt að klæða sig praktískt en töff í útilegu?

Fyrir konur er flott að blanda saman íslenskri sveitarómantík, eins og t.d. frá Geysi eða Farmers Market, og blúndum og bróderíi. Spennandi að láta þá heima mætast og fyrir herrana er líka flott að blanda saman sveitarómantíkinni í takt við tweed-föt og pensara frá Kormáki og Skildi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál