„Hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“

Andrea Róberts prýðir forsíðu MAN.
Andrea Róberts prýðir forsíðu MAN. ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Andrea Róbertsdóttir hefur komið víða við þrátt fyrir að vera rétt rúmlega fertug. En hún prýðir nú forsíðu nýjasta MAN. Í forsíðuviðtalinu fer Andrea meðal annars yfir það hvernig það var að segja upp öruggu starfi sem mannauðstjóri RÚV til að setjast aftur á skólabekk í jákvæðri sálfræði.  

Tímann meðfram námi og eftir útskrift hefur Andrea, sem á synina Jaka og Dreka með sambýlismanni sínum Jóni Þór Eyþórssyni, notað til að halda fyrirlestra innan fyrirtækja og huga að garðinum sínum í bókstaflegri og yfirfærðri merkingu. Hún hefur gefið sér tíma til að reyta arfa og notið sín með fjölskyldunni.

„Mannauðsstjórnun og stjórnun er annars ekkert annað en garðyrkja. Besta myndlíkingin að mínu mati. Þú þarft að sá, vökva, næra, snyrta og huga að birtu og samsetningu í beðinu. Það kemur síðan sá dagur að það þarf að hreinsa beðin og arfinn vex óstjórnlega hratt ef hann er ekki tekinn upp með rótum. Nú, sumar plöntur fara vel saman og aðrar ekki en eru fallegar á sinn hátt. Einhver gróður nýtur sín betur í sveit en borg, síðan þarf jafnvel að grisja og færa til. Og alltaf þarftu að búa þig og beita þér rétt við garðyrkjustörfin og taka tillit til árstíða, veðra og vinda,“ segir Andrea í viðtalinu.

„Ég hef starfað sem stjórnandi frá hruni og ég veit að það er mikilvægt fyrir stjórnendur að muna eftir að hlúa vel að sér og muna eftir súrefnisgrímunni sinni. Á erfiðum dögum hugsar maður síðan: Hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?" 

Andrea Róbertsdóttir.
Andrea Róbertsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál