Snapchat-sjarnan Aronmola á von á barni

Aron Már Ólafsson og Hildur Skúladóttir eiga von á barni.
Aron Már Ólafsson og Hildur Skúladóttir eiga von á barni. mbl.is/Árni Sæberg

Snapchat-stjarnan Aron Már Ólafsson, oft kallaður Aronmola, og unnusta hans Hildur Skúladóttir flugfreyja eiga von á barni í janúar 2018.

Parið tilkynnti óléttu sína á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en saman voru þau í eins peysum með sónarmynd af barninu framan á. 

Aron er einn af vinsælustu áhrifavöldum Íslands en hann heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem að tugi þúsunda íslendinga fylgjast með daglegu lífi hans. Hildur útskrifaðist með bachelor-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands í fyrra og saman stofnuðu þau, ásamt Orra Gunnlaugssyni félagssamtökin Allir Gráta sem vinna að því að opna umræðuna um þunglyndi og kvíða á meðal barna og unglinga á Íslandi. 

Smartland óskar parinu til hamingju með fjölgun sína!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál