Óléttan hafði smá áhrif á snappið

Frans Veigar Garðarsson, Maísól Fransdóttir og Sólrún Diego.
Frans Veigar Garðarsson, Maísól Fransdóttir og Sólrún Diego.

Sólrún Diego hreingerningarsnapp-drottning á von á sínu öðru barni með unnusta sínum, Frans Veigari Garðarssyni. Fyrir á parið dótturina Maísól sem er fædd 2015. Sólrún segir í samtali við Smartland að hún sé ákaflega glöð og hamingjusöm með óléttuna. 

„Óléttan leggst virkilega vel í mig enda mjög velkomið og við erum öll að springa úr hamingju,“ segir Sólrún sem er komin þrjá mánuði á leið. 

Hvernig er heilsan búin að vera? „Þessi meðganga byrjar alveg eins og með Maísól, bara þetta týpíska þreytt og ógleði fyrstu vikurnar en er öll að koma til.“

Aðspurð að því hvort það hafi ekki verið erfitt að fela óléttuna á snappinu segir hún svo ekki vera. 

„Ég get ekki sagt að það hafi verið erfitt en það er búið að hafa smá áhrif. Ég hafði ekki eins mikinn metnað að hleypa fólki að mér og sýna allt sem ég var að gera á meðan hápunkturinn í þreytu og ógleði stóð yfir og þá fannst mér leiðinlegt að geta ekki deilt því með fylgjendum. Ekki að einhver hafi tekið eftir því en bara svona fyrir mig. Ég er að hleypa fólki svo svakalega nálægt mér og þá var skrítið að tala ekkert um þetta í 3 mánuði þar sem þetta er búið að spila stórt hlutverk í margar vikur.“

Margir segja að það sé lítið mál að vera með eitt barn en tvö börn séu eins og tíu. Ertu búin að undirbúa þig undir það? „Eftir að Kim vinkona mín talaði um hversu mikil breyting væri að eiga fleiri en eitt barn hef ég spáð mikið í því já. En ég held að allar breytingar taki tíma og er ég meira bara spennt fyrir komandi tímum. Ég elska ný verkefni og að takast á við eitthvað nýtt og tala nú ekki um að stækka fjölskylduna. Vissulega verður það viðbrigði að vera með tvö börn en efast ekki um að það verði bara líflegra og skemmtilegra eða segjum það bara,“ segir hún og hlær. 

Sólrún Diego er komin þrjá mánuði á leið. Fyrir á …
Sólrún Diego er komin þrjá mánuði á leið. Fyrir á hún dótturina Maísól sem er fædd 2015.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál