Þessir verða í Reykjavíkurmaraþoninu

Fjölmargir munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu.
Fjölmargir munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. mynd/samsett

Reykjavíkurmaraþonið er ef til vill vinsælasti viðburðurinn á Íslandi á eftir Þjóðhátíð í Eyjum. Bæði Íslendingar sem og ferðamenn taka þátt en þónokkuð af landsþekktu fólki munu hlaupa til góðs í ár. 

Camilla Rut

Snapchat-stjarnan ætlar að hlaupa 10 kílómetra fyrir litla bróðir sinn, fyrir litlu frændur sína og öll börn sem hafa þurft og þurfa á þjónustu Barnaspítalan Hringsins að halda. En Camilla hefur safnað 815 þúsund krónum. 

Camilla Rut.
Camilla Rut.

Dóri Dna 

Grínistinn hleyptur 10 kílómetra fyrir Reykjadal en hann segir að það væri gaman að geta gefið þessum frábæra og yndislega stað gjöf. Dóri hefur safnað 200.000 þúsund. 

Dóri Dna.
Dóri Dna. Ljós­mynd/​Bald­ur Kristjáns­son

Guðrún Veiga

Snapchat-stjarnan ætlar að hlaupa 10 kílómetra með Hildi vinkonu sem greindist með bráðahvítablæði árið 2016. Þær stöllur ætla hlaupa til styrktar Minningarsjóðs blóðlækningardeildar Landspítalans. Guðrún Veiga er búin að safna 316 þúsund og er löngu búin að ná markmiði sínu sem var einungis 50 þúsund. 

Hugleikur Dagsson

Fyrir einhverjum árum hefðu fáir trúað því að hipsterinn Hugleikur mundi taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Nú ætlar hann hinsvegar 10 kílómetra og hefur hann safnað 16 þúsund krónum fyrir Parkisonsamtökin

Hugleikur Dagsson.
Hugleikur Dagsson. skjáskot/Youtube

Marta María 

Lífstílsdrottningin Marta María, sem stýrir þessum vef, ætlar að hlaupa 10 kílómetra til styrktar Duchenne samtakanna af persónulegum ástæðum. En Marta María hefur safnað 30 þúsund krónum. 

Marta María Jónasdóttir.
Marta María Jónasdóttir.

Ólafur Stephensen 

Ólafur sem starfar nú sem framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda ætlar að hlaupa hálft maraþon fyrir Ljósið en hann hefur safnað 124 þúsund krónum. 

Ólafur Stephensen.
Ólafur Stephensen.

Steindi Jr. 

Grínistinn ætlar að hlaupa hálft maraþon fyrir Neistann. Steindi er búinn að safna yfir 370 þúsund krónum. 

Sunneva Eir Einarsdóttir

Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva ætlar að hlaupa 10 kílómetra. En hún hleypur fyrir Einstök börn og hefur safnað yfir 120 þúsund krónum. 

Sunneva Eir Einarsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sveinn Andri Sveinsson

Stjörnulögfræðingurinn hleypur heilt maraþon til styrktar sjálfsvígsforvarnarsamtökin Pieta Ísland, til minningar um Bjarna Eiríksson lögmann og ljósmyndara. Sveinn Andri hefur safnað yfir 170.00 þúsund. 

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson. ljósmynd/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Vinir Stefáns Karls

Þau Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, Baggalúturinn Karl Sigurðsson og unnusta hans Tobba Marinós hlaupa fyrir Kraft en hópurinn hefur eins og er safnað yfir 220 þúsund krónum.

Karl Sigurðsson, Tobba Marinósdóttir og Regína dóttir þeirra.
Karl Sigurðsson, Tobba Marinósdóttir og Regína dóttir þeirra. mbl.is/Freyja Gylfa

Hildur Björnsdóttir

Hildur sem er lögfræðingur og pistlahöfundur ætlar að hlaupa 10 kílómetra fyrir Ljósið en það var eitthvað sem hún bjóst ekki við að geta gert fyrir ári síðan. En fyrra sumar greindist hún sjálf með krabbamein. Hildur hefur safnað hátt í 900 þúsund.

Hildur Björnsdóttir ásamt manni sínum, Jóni Skaftasyni, og börnum.
Hildur Björnsdóttir ásamt manni sínum, Jóni Skaftasyni, og börnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál