Ragnhildur og Viktoría saman á skjánum

Viktoría Hermannsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir eru að vinna þætti …
Viktoría Hermannsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir eru að vinna þætti um samfélagsmiðla sem sýndir verða á RÚV. Ljósmynd/Þórdís Jóhannesdóttir

„Samfélagsmiðlar spila stórt hlutverk í lífi fólks og flest okkar eyða mun meiri tíma á miðlunum en við gerum okkur grein fyrir. Þróunin er hröð og miðlarnir eru uppfullir af sóknartækifærum og hættulegum gildrum. Okkur fannst kominn tími til að skyggnast inn í þennan heim,“ segja þær Ragnhildur Steinunn og Viktoría Hermannsdóttir sem hefja innan skamms upptökur á nýjum heimildaþáttum um samfélagsmiðla.

Þær hafa undanfarnar vikur undirbúið þættina og segja margt hafa komið sér á óvart.

„Þetta er ótrúlega spennandi heimur sem gaman er að skrásetja. Það er örugglega margt sem á eftir að koma áhorfendum á óvart. Við ætlum að skoða allar hliðar, kosti og galla,“ segir Ragnhildur Steinunn.

„Við heyrum oft af slæmum áhrifum samfélagsmiðla á ungt fólk en við megum ekki gleyma því að þarna er á ferðinni nýr og spennandi veruleiki þar sem margt ungt fólk er að skapa sér farsælan feril í gegnum þessa miðla. Við ætlum að kynnast þessu fólki og það mun örugglega koma mörgum á óvart hversu mikil vinna það er að vera samfélagsmiðlastjarna,“ segir Viktoría.

Þættirnir verða sex talsins en þar verður meðal annars skyggnst inn í líf helstu samfélagsmiðlastjarna landsins. Framleiðslufyrirtækið Skot framleiðir þættina sem sýndir verða á RÚV.

Ljósmynd/Þórdís Jóhannesdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál