Reykti pakka á dag til sjötugs

Ragnar Bjarnason prýðir forsíðu MAN.
Ragnar Bjarnason prýðir forsíðu MAN.

Ragnar Bjarnason fagnar 83 ára afmæli sínu í september en hann prýðir forsíðu MAN að þessu sinni.  

„Finn ekki fyrir þreytu,“ segir hann í viðtalinu en hann söng fyrir 33 þúsund manns á Fiskideginum mikla á Dalvík og syngur á útgáfutónleikum Karl Orgeltríó innan mánaðar af tilefnu útgáfu plötunnar Happy Hour með Ragga Bjarna. Hann segist enn njóta þess að standa á sviði. „Mér líður vel á sviðinu og ef mér tekst að gleðja fólk og fá það til að gleyma sér um stund er markmiðinu náð. Ég finn ekki fyrir þreytu, ekki nema giggin séu þeim mun fleiri, fjögur á dag jafnvel,“ segir Raggi í léttum tón. „Manni er gefið þetta – að gleðja liðið og það er það sem skiptir máli, að það takist,“ segir hann í viðtalinu. 

Í viðtalinu er Raggi m.a. spurður hvernig hann hafi haldið röddinni góðri í öll þessi ár og svarar hann hlæjandi.

„Ætli  það sé ekki best að svara þessu á þann veg að ég hafi aldrei gengið með trefil. Það eru til söngvarar sem hafa of miklar áhyggjur af röddinni – ég hef aldrei verið þannig, ég bara fer og syng. Ég meira að segja reykti pakka á dag þar til ég var sjötugur.“

Ragga tókst að venja sig af reykingunum þótt það hafi reynt á taugarnar í fyrstu og þakkar þeirri ákvörðun það að hann sé enn að.

„Ef ég hefði haldið áfram að reykja væri ég löngu hættur að syngja, það er ég viss um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál