„Það er ekkert að frétta, enginn vill mig“

Selma Björnsdóttir segist vera orðin þreytt á því hvað fólk …
Selma Björnsdóttir segist vera orðin þreytt á því hvað fólk spyr mikið um ástarlíf hennar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Söngkonan og leikstjórinn Selma Björnsdóttir hefur verið einhleyp um nokkurra ára skeið. Í gær deildi hún vangaveltum sínum um ástarlífið á facebook eftir að hún var spurð að því hvort hún gæti ekki bara hugsað sér að skipta um lið. Vera frekar með konum en körlum. Selma sagði við manneskjuna að hún væri ekki lesbía, þess vegna gengi það ekki.

Fyrst Selma var spurð að þessu velti hún því fyrir sér hvort einhleypir karlmenn væru spurðir að því sama. Hún velti því líka fyrir sér hvort það væri ekki klisja að halda því fram árið 2017 að menn þyrðu ekki í sjálfstæðar, klárar og drífandi konur? 

Eins og sjá má á þræðinum spunnust fjörugar umræður um ástarlíf fólks, hvort sem það er samkynhneigt eða gagnkynhneigt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál