Lífið umturnaðist þegar ég varð mamma

Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir á tvær dætur.
Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir á tvær dætur.

Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir lögfræðingur er nýorðin tveggja barna móðir. Hún á tvær dætur, fjögurra ára og rúmlega tveggja mánaða. Hún segir að líf sitt hafi tekið miklum breytingum eftir að hún varð mamma. 

Hvernig mamma vilt þú vera?

„Ég vil fyrst og fremst vera góð mamma og gefa stelpunum mínum alla þá ást og umhyggju sem ég get gefið þeim. Ég vil einnig byggja þær upp með sterka sjálfsmynd svo þær standi vel að vígi í þessum stóra heimi,“ segir hún. 

Hvað leggur þú áherslu á í uppeldinu?

„Ég legg áherslu á kærleiksríkt uppeldi. Börn þurfa einnig aga og legg ég líka áherslu á það. Mér finnst mikilvægt að tala við börnin sín og leggja sig fram við að skilja þarfir þeirra hverju sinni.“

Hvernig breyttist lífið eftir að þú varðst mamma?

„Lífið umturnaðist þegar ég varð fyrst mamma fyrir fjórum árum síðan. Maður fær allt í einu líf í hendurnar sem maður ber fulla ábyrgð á, maður er ekki lengur með sjálfan sig og maka sinn í fyrsta sæti. Mér finnst ekkert meira og stærra í lífinu en móðurhlutverkið og ég er svo endalaust þakklát fyrir það. Auðvitað er þetta mjög krefjandi og ekki alltaf dans á rósum, ég tala nú ekki um allar svefnlausu næturnar, hvað þá þegar litlu krílin veikjast, þegar maður situr bjargarlaus á hliðarlínunni. Þetta tekur mikið á sálarlífið og þessi litlu kríli láta mann átta sig á því hvað það er sem skiptir máli í þessu lífi,“ segir Hrafntinna. 

Hvað kom þér á óvart við móðurhlutverkið?

„Það sem kom mér mest á óvart var þessi óendanlega mikla og skilyrðislausa ást.“

Finnur þú fyrir pressu frá samfélagsmiðlum sem móðir?

„Ég hef aldrei miðað mig við neina staðalímynd samfélagsmiðla sem móðir. Auðvitað setja samfélagsmiðlar oft upp glansmynd af móðurhlutverkinu og þá er ég að tala um þessa veraldlegu hluti eins og að klæða barnið sitt í nýjasta og flottasta merkið, vera með flottan vagn eða fullkomið barnaherbergi sem er eins og klippt út úr glanstímariti. Ég viðurkenni það að ég vil hafa fallegt í kringum mig og börnin mín en þegar á botninn er hvolft er það eina sem skiptir máli að koma börnunum sínum vel á legg og gera það sem manni þykir vera barninu sínu fyrir bestu og hlusta á móðurhjartað.“

Hvernig voru fyrstu mánuðirnir með ungbarn?

„Fyrstu mánuðirnir eru mjög krefjandi, allt er svo nýtt fyrir manni. Ég finn samt mikinn mun á því að vera með ungabarn í annað sinn, maður er fljótur að rifja handtökin upp.“

Ertu í mömmuklúbbi?

„Þegar ég átti eldri dóttur mína fyrir um fjórum árum var í frábærum litlum mömmuhópi og er enn. Við vorum duglegar að hittast með börnin og kasta vangaveltum okkar um börnin inn á lokaða hópinn okkar á facebook. Ég er einnig í öðrum litlum hópi núna með nýjasta fjölskyldumeðliminn en við erum ekki enn farnar að hittast þar sem krílin okkar eru enn svo lítil. Mér finnst æðislegt að vera í svona litlum mömmuhópi þar sem maður getur deilt öllum sínum vangaveltum með mömmum í sömu sporum.“

Hvernig komstu þér í form eftir meðgöngu?

Yngri dóttir mín er rúmlega tveggja mánaðargömul svo ég er ekki mikið farin að spá í að koma mér í form strax, annars tekur þetta bara sinn tíma. Léttir göngutúrar með vagninn er góð hreyfing til að byrja með. Ég man að ég hugsaði ekkert út í þetta eftir fyrri meðgönguna, en ég fór að hreyfa mig reglulega þegar mér fannst ég tilbúin til þess.“


Fannstu fyrir fæðingarþunglyndi?

„Nei, ég fann ekki fyrir því. En á þriðja degi eftir fæðinguna í bæði skiptin fann ég fyrir smá niðursveiflu sem jafnaði sig jafn fljótt og það byrjaði. Þegar að eldri dóttir mín fæddist þurfti maðurinn minn að fara erlendis í vinnu í nokkra mánuði þegar hún var aðeins nokkra klukkutíma gömul, það tók vissulega mikið á og kom svolítið í bakið á mér eftirá en ég tengi það ekki við fæðingarþunglyndi, aðeins krefjandi og erfiðan tíma.“

Hvernig eru fæðingarsögur þínar?

„Fyrri fæðingin var mjög harkaleg og mér satt best að segja leið eins og ég myndi ekki lifa hana af. En um leið og ég fékk hana í fangið á mér leið mér eins og ég gæti gert þetta 100 sinnum aftur. Seinni fæðingin fyrir um tveimur mánuðum síðan gekk eins og í sögu. Fæðingin byrjaði að malla í gang þegar við vorum með eldri dóttur okkar í húsdýra- og fjölskyldugarðinum. Ég fann fyrir nokkrum hríðum þar og við ákváðum að fara að rölta af stað heim. Við kláruðum að setja í tösku og koma eldri stelpunni í pössun. Við vorum komin upp á deild um kl. 18.30 og hún var komin í heiminn um 23.30. Það sem að toppaði þetta var að góðvinkona okkar sem er ljósmóðir tók á móti henni þar sem hún var akkúrat á vakt þetta kvöld. Þetta var frábær upplifun í alla staði.“

mbl.is

Jóladressið enn þá í vinnslu

09:00 Elísabet Gunnarsdóttir á Trendnet.is er ein best klædda kona landsins. Hún er búsett í Svíþjóð og verður þar um jólin ásamt manni sínum og börnum. Hún segir að þessi árstími kalli á rauðan varalit og pallíettur. Meira »

Flottust jólagjafirnar fyrir snyrtipinnana

06:00 Gefðu eftirminnilega og nothæfa jólagjöf í ár en sjaldan hefur verið jafn mikið úrval af vönduðum snyrtivörum á íslenskum markaði. Hér er samankomið brot af því besta. Meira »

78 ára og saknar sjálfsfróunar

Í gær, 23:59 „Ég er 78 ára og hef notið þess að stunda kynlíf með sjálfri mér. Að undanförnu hef ég stundað mjög æsandi kynlíf en get ekki fróað mér.“ Meira »

Vill hafa hlýlegt í kringum sig

Í gær, 21:00 Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur virðist vera lítið fyrir svart leður, stál, gler og spegla ef marka má heimaskrifstofur hans á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann kýs hlýleika, listaverk, þægilega skrifborðsstóla og fallega lampa. Meira »

Ævintýrafólk í mikilli stemningu

Í gær, 18:00 Það var glatt á hjalla þegar Fjallakofinn og Holmland buðu í bíó á magnaða ævintýramynd sem heitir Drop Everything.   Meira »

170 milljóna einbýli við Skildinganes

Í gær, 15:00 Húseignirnar gerast ekki mikið fallegri en þetta 284 fm hús sem Davíð Pitt arkitekt hannaði. Það stendur við Skildinganes í 101 Reykjavík, er opið og bjart og skemmtilegt. Hjartað slær í eldhúsinu sem er opið inn í borðstofu og stofu. Meira »

Svona færðu „stærra“ hár

í gær Hvern dreymir ekki um að hafa góða lyftingu í hárinu og að hárið verði þannig að það geisli af heilbrigði. Baldur Rafn Gylfason ætlar að kenna okkur gott trix til að fá „stærra“ hár. Meira »

Sigríður Halldórsdóttir selur retró-slotið

Í gær, 12:00 Sigríður Halldórsdóttir, sjónvarpskona á RÚV, hefur sett íbúð fjölskyldunnar á sölu. Hreinræktaður retró-stíll einkennir íbúðina og er nostrað við hvert horn í íbúðinni. Meira »

G-EAZY og H&M búa til fatalínu

í gær G-Eazy x H&M er ný herralína unnin í samstarfi við einn þekktasta tónlistarmann og pródúsent í dag, G-Eazy. Línan markar einnig útgáfu nýjustu plötu G-Eazy, The Beautiful & Damned, sem fer í sölu um allan heim í dag. H&M og G-Eazy unnu saman að línunni og endurspeglar þannig línan stíl hans og útlit. Línan verður fáanleg í útvöldum verslunum H&M frá og með 1. mars næstkomandi. Meira »

Lofar að hætta að reykja 2018

í gær Tónlistarmaðurinn Einar Ágúst er bahá'íi og segist því vera rólegur um jólin en tekur þó þátt með vinum og vandamönnum. Hann lofaði syni sínum að hætta reykja og hyggst standa við það árið 2018. Meira »

Svaf óvart hjá tengdamömmu sinni

í fyrradag „Við drukkum mikið og til að gera langa sögu stuttu þá stunduðum við kynlíf á meðan kærastan mín var sofandi á efri hæðinni. Morguninn eftir fór ég til mömmu hennar og bað hana um að segja ekki neitt. „Ekki orð,“ sagði mamma hennar og blikkaði mig.“ Meira »

Skallar Harrys og Vilhjálms stækka

í fyrradag Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry eru ekki nema 35 ára og 33 ára. Hár þeirra er þó farið að þynnast töluvert og stefnir ekki í að þeir verði hárprúð gamalmenni. Meira »

Himnasending fyrir fólk með sokkablæti

í fyrradag Guðmundur Már Ketilsson og Gunnsteinn Geirsson hafa ekki gengið í einlitum sokkum í mörg ár og ákváðu að taka sokkblæti sitt skrefinu lengra. Fyrr á þessu ári stofnuðu þeir fyrirtækið Smartsock sem gengur út á að selja litríka sokka í áskrift. Meira að segja forsetinn kaupir sokka af þeim. Meira »

Heimilislíf: „Hér slær hjartað“

í fyrradag Brynhildur Guðjónsdóttir er gestur í þættinum Heimilislífi. Hún býr í sögufrægri íbúð í vesturbæ Reykjavíkur. Listaverk eftir íslenska samtímamenn eru áberandi í íbúðinni og hugsað er út í hvert smáatriði. Meira »

Hætt að fækka fötum fyrir hvað sem er

13.12. Ofurfyrirsætan Adriana Lima er loksins búin að átta sig á því, eftir 20 ár í bransanum, að sú ímynd sem hún stendur fyrir hefur skaðleg áhrif á margar konur. Meira »

Stal hárstílnum frá Leonardo DiCaprio

13.12. Kate Hudson er glæsileg með stuttklippt hárið og fer ótroðnar leiðir í leit að innblæstri. Það er ekki svo slæm hugmynd að leita eftir drengjakollsinnblæstri frá drengslegum Leonardo DiCaprio. Meira »

Hið fullkomna dagskipulag

í fyrradag Er aldrei tími til að fara í ræktina eftir vinnu? Ertu að háma í þig vont kremkex rétt áður en vinnutíminn er búinn? Það má læra ýmislegt af vísindamönnum sem rannsakað hafa hvernig best er að haga lífinu og þar með dagskipulaginu. Meira »

Frá Tiffany og Co. yfir á Skólavörðustíginn

14.12. Orri Finnbogason byrjaði feril sinn í New York sem demantahlaupari og fékk síðar starf við demantaísetningar hjá Rolex og Tiffany & Co. Nú hafa hann og eiginkona hans hannað viðhafnarlínu sem frumsýnd verður á fimmtudaginn. Meira »

Dregur Birgitta fram Írafárs-fötin?

13.12. Beðið er eftir því með eftirvæntingu hvort Birgitta Haukdal dragi fram netagrifflurnar, hattana, loðstígvéin og skelli sér í ljós og strípur fyrir afmælistónleika Írafárs næsta sumar. Eins sjá má á myndum Morgunblaðsins var Birgitta með einstakan fatastíl. Meira »

Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

13.12. Camilla Rut er ekki bara hress á Snapchat heldur líka hæfileikarík söngkona. Camilla, sem er mikið jólabarn og finnst ómissandi að eiga góð náttföt á jólunum, ætlar að halda jólatónleika með eiginmanni sínum. Meira »