Fór úr brjáluðu partístandi yfir í boltann

Hannes Þór Halldórsson er gestur í þættinum Ný sýn í …
Hannes Þór Halldórsson er gestur í þættinum Ný sýn í Sjónvarpi Símans í kvöld kl. 20.00.

„Það var þvílíkur sigur að vera boðið á landsliðsæfingar, eftir að hafa verið í neðrideildarharki og rænulaus á einhverju partígólfi,“ segir Hannes Þór Halldórsson í þættinum Nýrri sýn sem sýndur verður í Sjónvarpi Símans í kvöld. 

Hugrún Halldórsdóttir, umsjónarmaður þáttarins, hitti Hannes í Randers í Danmörku á dögunum. 

Hannes er, eins og alþjóð veit, markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Ferill hans er töluvert óvenjulegur. Hann hefur meðal annars átt við meiðsli að stríða frá unga aldri og ákvað að sinna skemmtanalífinu betur en fótboltanum á árum sínum í Versló. Leikstjórnarferillinn blómstraði um tíma og tók sinn toll en þegar hann ákvað að gefa sig allan í fótboltann taldi hann þjálfara á að gefa sér tækifæri til að sýna sig og sanna.

„Ég var kominn á þann stað að það vissi enginn hver ég var. Það vissi enginn að ég kynni fótbolta. Það var bara ég sjálfur sem hafði trú á því og það var ekkert annað í stöðunni en að taka málin í mínar hendur,“ segir Hannes.

Elja hans bar árangur og er Hannes nú í toppformi og á leið á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi með liðsfélögum sínum næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál