Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

Camilla og Rafn eru tónelsk hjón.
Camilla og Rafn eru tónelsk hjón.

Tónlistin leikur stórt hlutverk á jólunum hjá Snapchat-stjörnunni Camillu Rut eða Camy klikk. Á þriðjudaginn klukkan 20:30 ætla Camilla og eiginmaður hennar Rafn Hlíðkvist að bjóða fólki á jólatónleika á Hard Rock

Af hverju jólatónleikar?

„Ég er bara svo mikið jólabarn og það er einfaldlega til allt of mikið af jólalögum sem er gaman að syngja. Auk þess er ég búin að bera þessa hugmynd mjög lengi, að hafa svona lágstemmda og kósý jólatónleika með smá kaffihúsastemmningu. Það er bara eitthvað við það að taka smá miðbæjarrölt með einhverjum sem manni þykir vænt um, koma sér inn í hlýjuna og fá sér kaffibolla eða öl á meðan maður hlustar á ljúfa tóna.

Aðgangur er ókeypis en einnig ætlar Hard Rock Café Reykjavík að gefa 20% af allri veitingasölu í kjallaranum þetta kvöldið til Barnaspítalasjóðs Hringsins sem skiptir mig gríðarlega miklu máli.“ 

Hefur þú verið í tónlist lengi?

„Meira og minna síðan ég fæddist. Ég er alin upp í gospelinu sem hefur gefið mér svo margt. Það sem mér finnst skipta mestu máli í tónlist er ekki að hafa allt fullkomið heldur er það tilfinningin og innlifunin.“ 

Leikur tónlistin stórt hlutverk í hjónabandinu? 

„Við kynntumst í gegnum tónlist svo jú það mætti segja það. Við höfum alltaf spilað og sungið saman og er það eiginlega tónlistin sem tengir okkur saman.“

Eru þið með sama tónlistarsmekkinn?

„Já, maðurinn minn er alæta á tónlist og ég eiginlega líka. Stundum er ég með Tinu Turner á repeat of lengi, þá á karlinn til að segja stopp.“ 

Hvað er uppáhaldsjólalagið þitt?

„Þau eru svo ótrúlega mörg, en ég held að það sé Mary did you know eða Ó helga nótt.“

Er allt tilbúið fyrir jólin?

„Guð minn góður, svo alls ekki. Ég er búin að vera á kafi í verkefnum, en það fer svo sem að róast hvað úr hverju þá get ég einbeitt mér að jólunum. Fyrir mér skiptir það aðallega mestu máli að allir eigi nógu þægileg náttföt um jólin og að allir séu saman og jú, konfektið, þarf að græja það.“ 

Hvernig er aðfangadagur hjá þér?

„Hann er voða venjulegur. Við erum í svo miklu kósý allan daginn að það hálfa væri hellingur, horfum á jólamyndir og kíkjum svo til mömmu og pabba í osta og rauðvín í hádeginu. Restin af deginum fer bara í að leyfa matnum að malla og horfa á fleiri jólamyndir. Svo borðum við jólamatinn, opnum pakkana saman, fáum okkur eftirrétt og endum svo kvöldið á að horfa á jólatónleika Fíladelfíu í sjónvarpinu, það er heilög stund hjá mér.“

Hvað langar þig í jólagjöf?

„Ég viðurkenni að ég er ekki búin að ná að hugsa almennilega út í það. Mér finnst skemmtilegast að fá upplifanir í jólagjöf sem skilja eftir sig minningar eins og til dæmis miða á sýningar, tónleika eða Óskaskrín.“

Hvort er betra að gefa eða þiggja? 

„Mér finnst betra að gefa. Það er eitthvað við það að sjá svipinn á fólkinu sem maður elskar þegar maður hittir í mark með gjafirnar.“

Camilla Rut ætlar að syngja jólalög á þriðjudaginn.
Camilla Rut ætlar að syngja jólalög á þriðjudaginn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál