Þetta sagði og gerði fræga fólkið á árinu

Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson einir á ferð.
Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson einir á ferð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var líf í tuskunum í heimi fræga fólksins á Íslandi og margt í gangi eins og þessi samantekt sýnir. Það sem bar hæst í lífi þotuliðsins á Íslandi er líklega að Eiður Smári, Rúrik Gíslason og Kolbeinn Sigþórsson voru einir á ferð þegar þeir mættu í brúðkaup Arons Einars Gunnarssonar og Kristbjargar Jónasdóttur.  

Svo var það Stefanía Tara Þrastardóttir sem komst í fréttir þegar langþráður draumur hennar rættist, að komast inn í Ungfrú Ísland. Það sem vakti athygli var að Stefanía Tara var ekki í kjörþyngd en hingað til hafa fegurðardrottningar þurft að passa inn í ákveðna staðla. 

Svo var það Lóa Pind Aldísardóttir sem ákvað að fylgja hjartanu og segja skilið við eiginmann sinn til 23 ára. 

Magnús Scheving tók nýársdag með trompi og bað unnustu sinnar. Hrefna Björk Sverrisdóttir sagði já en hann bað hennar á veitingastaðnum ROK. Atriðið vakti mikla kátínu. Nú er bara spurning hvort parið gangi í það heilaga akkúrat ári síðar eða á nýársdag. 

Geir Ólafsson gekk að eiga unnustu sína, Adriönu, við hátíðlega athöfn í Bústaðakirkju. 

Svo var það fótboltatvíburinn Arnar Gunnlaugsson sem mætti með „deit“ í brúðkaup Arons Einars Gunnarssonar og Kristbjargar Jónasdóttur. Hin heppna heitir María Jónsdóttir. 

Ellen Kristjánsdóttir var glæsileg á forsíðu jólablaðs MAN. Þar opnaði hún hjarta sitt og sagði frá því að hún og eiginmaður hennar, Eyþór Gunnarsson, hefðu tekið algera U-beygju í lífinu þegar þau hættu að drekka. Þá voru þau skilin. 

Svo var það Hildur Lilliendahl sem lét Sindra Sindrason heyra það og kallaði hann Epalhomma, sem verður mögulega eitt af orðum ársins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál