Nýtt ár með Goldie

Hvernig væri að snúa nýju ári upp í kæruleysi og eyða deginum í að horfa á grínmyndir með Goldie Hawn? Það er eitthvað við Goldie sem gerir það að verkum að maður verður glaður. Hvort heldur það er þegar hún leikur hermanninn Private Benjamin, sem þráði ekkert heitar en að vera hamingjusamlega gift eiginkona sem upplifir það að eiginmaðurinn deyr í samförum á brúðkaupsnóttina. Eða þegar hún leikur óþolandi yfirstéttarkonu sem fellur fyrir borð og lendir í ánauð hjá fátækri fjölskyldu í Overboard. Goldie hefur þessi áhrif á mann að maður getur ekki hætt að horfa.

Það er úr fjölda mynda að velja. Við vonum að þið sleppið hlátrinum lausum í dag. Hér er Goldie-listinn okkar á nýju ári.

1. Private Benjamin 1980

Goldie Hawn fer á kostum í myndinni um óbreyttan Benjamin. Myndin hefst á brúðkaupi Benjamin, sem hefur loksins fundið hina einu sönnu ást í lífinu. Eftir nokkrar mislukkaðar tilraunir. En á brúðkaupsnóttina deyr eiginmaðurinn í fangi hennar sem seinna leiðir hana í herinn. Sjón er sögu ríkari.

2. Foul Play 1978

Gloria Mundy er ánægð í lífinu. Hún ferðast um borgina í lítilli gulri bjöllu og lifir sínu fallega einfalda lífi án mikillar truflunar. En Eva var ekki lengi ein í paradís. Ósköpin byrja þegar hún tekur mann upp í bílinn og eftir það hefst atburðarás sem inniheldur dverg, albínóa, löggu og jafnvel páfann sem verður fyrir barðinu á ævintýrum Mundy. 

Þessi mynd fær mann til að grenja úr hlátri.

3. Overboard 1987

Það eru ekki allir með yfirstéttarhjartað hennar Joönnu, eða Annie eins og hún er kölluð út myndina. Joanna er rík kona sem á allt sem peningar geta keypt í þessari veröld. Hún siglir um höfin blá í fallegri skútu, en lendir í því óhappi að detta útbyrðis, nánast í fangið á löðrandi sveittum sveitakarli sem ákveður að hún sé konan sem hann hefur leitað að alla ævi. Joanna er minnislaus og fær nafnið Annie. Hún er klædd í stóra gamla kjóla og látin þrífa alla daga. Falleg rómantísk mynd með óvæntum en fyndnum endi!

4. Protocol 1984

Hver tekur á sig skot í rassinn fyrir forsetann? Nú auðvitað sólargeislinn Sunny! Hún verður fræg á fimm mínútum og þjóðin virðist ekki geta fengið nóg af þessari fallegu sál sem vill öllum vel. Skemmtilega öðruvísi söguþráður. Og grátbroslegar senur.

5. Criss Cross 1992

Ef þig langar að koma börnunum upp á lagið með Goldie þá er þetta myndin. Tracy Cross býr með syni sínum Criss Cross í Key West. Eiginmaðurinn hafði farið á brott í munkaklaustur þar sem hann var í tilvistarkreppu og hún þarf að vinna fyrir sér á klúbbum, í óþökk drengsins. Undursamlega falleg mynd af mæðginum sem reyna sitt besta á erfiðum tímum.

6. Out of Towners 1999

Ef þú ert í hjónabandi og þér finnst hlutirnir orðnir venjulegir ættirðu að sjá þessa og ákveða svo hvort þið pantið ekki flug til New York í kjölfarið! Hin miðaldra Clark-hjón leita að vinnu í New York en ekkert gengur eins og það á að ganga. Eða hvað?

7. The First Wife Club 1996

Það er ekki tekið út með sældinni þegar eiginmaðurinn skilar þér fyrir nýja yngri konu. Þú getur þá annaðhvort lagst í volæði eða stofnað klúbb og látið hann finna fyrir því. Það seinna varð fyrir valinu í þessari mynd. Aðferð sem greinilega margborgar sig!

8. The Banger Sisters 2002

Hvað gerir þú þegar besta vinkona þín segir skilið við eigin fortíð, fer og giftist ríkum manni og býr í draumahúsinu með tveimur fullkomnum börnum? Nú auðvitað skellir þér í heimsókn og gerir allt vitlaust! Eða það gerði Goldie!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál