Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson?

Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson fyrir utan öryggisfangelsið þar sem …
Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson fyrir utan öryggisfangelsið þar sem Assange afplánar nú dóm sinn. Skjáskot/Facebook-síða Ruptly

Spurningin sem brennur á vörum landsmanna er: Hvers vegna voru leikkonan Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks saman í gær að heimsækja Julian Assange í öryggisfangelsi í Lundúnum? Eru þau par?

Mánuður er frá því Assange var handtekinn í sendiráðinu í Ekvador í Lundúnum og var hann í síðustu viku dæmd­ur í 50 vikna fang­elsi fyr­ir að brjóta regl­ur varðandi reynslu­lausn sína í Bretlandi fyr­ir sjö árum. Banda­rísk stjórn­völd hafa einnig farið fram á að fá hann fram­seld­an fyr­ir að hafa framið sam­særi um tölvu­inn­brot ásamt upp­ljóstr­ar­an­um Chel­sea Mann­ing árið 2010.

En eru Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson par? Samkvæmt heimildum Smartlands tengjast þau í gegnum Assange, sameiginlegan vin sinn. Anderson á í ástarsambandi við Adil Rami sem er franskur fótboltamaður en erlenda pressan hefur mikið velt því fyrir sér hvort það sé eitthvað á milli hennar og Assange. Tíðar heimsóknir hennar í sendiráð Ekvador í Lundúnum hafa vakið forvitni eins og mbl.is hefur áður greint frá. 

Kristinn og Assange hafa starfað saman í fjölda ára vegna WikiLeaks og hefur vinátta þeirra verið mikil og djúp. Það er því ekki óeðlilegt að hans bestu vinir, Kristinn og Anderson, mæti saman til að heimsækja hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál